Skírnir - 01.01.1919, Page 52
'Skirnir]
Þýðingar.
45
lista, sem til er með þjóðinni. Einmitt sá meðferð, sem
nú viðgengst á mentamönnum okkar, er bein liætta fyrir
þjóðina og með þvi lika alþýðumenninguna. Þjóðin er
lífsheild, og engan part hennar má bera fyrir borð, svo
að hinir bíði ekki halla við. Eins og við megum ekki
vanrækja stjórnmál okkar, þó að þeirra gæti ekki í heims-
pólitíkinni, né fjármálin, þó að öll þjóðareignin sé ekki
meiri en eigur minni háttar auðkýfings, sem varla gætir
í kauphöllinni i New-York, megum við heldur ekki kyrkja
æðri mentunina í landinu, þó að hún gnæfi ekki hátt. Ef
allir væru jafnmentaðir og á sama stigi, ef allir ættu að
láta síðasta sauðinn í rekstrinum skapa sér rásina, þá
mundi seint miða. Við verðum að koma okkur upp for-
ingjum og sérhæfðum forgöngumönnum til heimanota, þó
lítil von sé til, að orðstír þeirra fari víðar. En svo mega
mentamennirnir heldur ekki missa sjónar á þeim tak-
mörkum, sem eru þjóðinni nauðsynlegust og við. hennar
hæfi. Það verður að vera náin samvinna milli allra stétta
i landinu, sem nokkuð vilja fyrir menninguna gera. Um
það mega engin flokkaskifti vera.
IV.
Ef nánar á að skýra í hverju alþýðumentun Islend-
inga er fólgin og hvað gefur henni gildi sitt, þá er skýr-
ingin i einu orði: s j á 1 f m e n t u n. Skólar okkar bera
i engu af skólum annara þjóða, nema siður sé. Það er
viðleitni alþýðunnar sjálfrar, hvað menn halda lengi áfram
að menta sig, sem veldur yfirburðum hennar.
Og aftur hér eru það eðlilegar orsakir, sem valda.
Það er ekki nein tiktúra af íslendingum, að þeir eru
ekki allir skólagengnir. Það er strjáibygðin, sem mestu
veldur, fátæktin surau. En einmitt hér hafa örðugleik-
arnir að mörgu leyti snúist til góðs. Og mikill er ábyrgð-
arhluti þeirra manna, sem vilja rísa gegn forlögunum og
staðháttunum, og koma upp barnaskólum í hverjum hreppi
<eftir útlendri fyrirmynd, í stað þess að hlúa að heimilis-