Skírnir - 01.01.1919, Síða 88
Skirnir] ílitfregnir 81
rnest fyrir sakir hafíss svo siglingaskip hafa
varla kunnað að fá upp sókt landið<s:.
Engra þessara atriða er getið í Árferðisannálnum, áranna
1514 og 1543 er þar ails ekki getið.
Þetta eru fá atriði að vísu, en þau geta verið margfalt fleiri
og merkari. Og hér er um að ræða miklu áreiðanlegrl heimiid en
annálana og flestar eða allar heimildlr, sem notaðar eru.
Eg kem ekki auga á. að Alþingisbækur Islands séu nokkurs*
staðar notaðar sem heimild. Gildir hið sama um áreiðanleik þeirra
og Fornbrófasafnsins. Og við lauslega aðgæzlu hefi eg sóð þar
margt sem sjálfsagt var að nota við samniug bókarinuar. U m
fyrstu ár 17. aldar eru t. d. í Alþb, Isl. miklu
nákvæmari frásögur u m árferði en nokkur-
staðareru til annarstaðar, semsó brófum bisk-
u p a o g 1 ö g m a n n a. Aðalheimildir höf. um þau eru Annálar
Björns á Skarðsá og Árbækur Espólíns. Einstök atriði önnur mættl
nefna, svo mörg ór Alþb. Isl., sem sjáifsagt var að nota, að það
tæki hór upp alt of mikið rúm að rekja þau.
Er af þessu auðráðið, hver dómurinn hlýtur að verða um þessa
bók: Þótt höf. hafi lagt mjög mikla vinnu í bókina og notað hinn
mesta fjölda heimildarrita, þá er bókin næsta ófullkomln, því að
höf. hefir látið hjá líða að nota til fulls sum áreiðanlegustu heimildar*
ritin, sem mjög mikið var á að græða.
Eg hefi nokkuð aðgætt það, hveruig þau heimildarrit eru not-
uð, sem notuð eru, og ekki orðið var við að neitt verulegt vautaði
1. Bókin hefir því að líkindum fult gildi að því leyti sem alt er
í henni, sem vinna má úr þeim heimildum. En til þcss a'ð hún
getl talist fullkomið yfirlit yfir árferði á íslandi í 1000 ár, verður
að gefa út viðbót við liana með þeim upplýsingum, sem vinna má
úr þeim heimiidarritum, sem ekki hafa verið fullnotuð. Og það
verður ekki gert til fulls fyr en þau rit eru öll komln út.
Það hefir mjög tíðkast til þessa að ganga fram hjá Fornbrófa-
safninu, eða að nota það a. m. k. ekki nærri því tii fulis. En sú
mun verða raunin á, að alla sögu íslands, a. m. k. frá dögum
Staða-Árna og nokkuð fram yfir siðaskifti, verður að skrlfa gjör*
samlega á ný, með stuðningi af Fornbréfasafninu, og mun þá margt
reynast með öllu rangt, sem nú or tekið fyrir sögulegan sannleika,
og margt nýtt og óþekt koma í ljós,
Tr. Þ.
0