Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 8
102
Dr. Björn Bjarnason.
[Skirnir
með ágætiseinkunn. Skólaskýrslur greina þó eigi frá einni
námsgrein er Björn bar af öðrum í, en það var leikfimin.
Hann unni alla æfi leikfimi og hvers konar íþróttum og
lagði á þær hina mestu stund Er það eftirtektavert, að
i hinu stutta æfiágripi er liann reit, svo sem skylda er til,
þegar hann varð doktor, lætur hann þess getið um kenn-
ara sinn, sira Björn Þorláksson, að hann hafi verið jafn-
vel að sér gerr um klassiska mentun sem líkamsíþróttir.
Svo hefir Olafur Rósenkranz sagt mér, að dr. Björn hafi
verið einn hinna beztu leikfimismanna er hann hafi kent
og að enginn hafi tekið honum fram að áræði. Hann var
ofurhugi til stökks og klifraði sem köttur í knattleikum,
glímum og dansi var hann jafnan lífið og sálin á skóla-
árum sinum, og í leikfélagi skólapilta tók hann fjörugan
þátt.
Sumarið sem Björn varð stúdent sigldi hann til Kaup-
mannahafnar. Segist hann, i æfiágripi því er eg áður
greindi, hafa verið innritaður sem læknisfræðisnemi
við háBkólann og hafi hann fyrsta misserið þreifað fyrir
sér i öllum deildum hans, áður en hann réð það af að
lesa málfræði og hafa norræn mál fyrir aðalnámsgrein en
þýzku og latínu að auki. Næ3ta vor lauk hann hinu al-
menna heimspekisprófi með lofi
A háskólaárum sinum varð Björn að afla sér fjár með
aukastörfum, aðallega prófarkalestri og þýðingum. 1897
kom út þýðing hans »Úr dagbók Sibiriufara« eftir Koro-
lenko, 1898 þýðing á »Uraniu* eftir Flammarion, og sama
ár þýddi hann langa grein, í Eimreiðina, eftir vin sinn
Henrik Ussing, um »Nútíðarbókmentir Dana«.
Sumarið 1897 brá hann sér til íslands og fór þá fót-
gangandi með.Ton H.Krabbe,nú trúnaðarmanni stjórnarinnar,
frá Mývatni til ísafjarðar, meðal annars í þmm tilgangi að
safna þjóðsögum. Birtist sumt af þeim i Sagnakverum þeim
tveimur, er hann siðar gat út á ísafirði, 1900 og 1903.—
Veturinn 1899 — 1900 las hann heima á ísafirði á heimili
unnustu sinnar Gyðu Þorvaldsdóttur læknis. — í upphafi
hafði hann ætlað sér að taka skólakennarapróf i þeim