Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 20
114
Dr. Björn Bjarnaaon.
[Skirnir
Johannes Hoops’ Reallexikon der german-
ischen Altertumskunde þær greinir er snertu-
íþróttir fornmanna á Norðurlöndum, og eru þar komnar all-
margar greinir eftir hann um þau efni.
Bók han8 »íþróttir fornmanna á Norðurlöndum« er
að mestu leyti endursögn doktorsritgerðarinnar, en nokk-
uð aukin, einkum teknir inn i lesmálið lengri katiar úr
frumheimildunum.
Tilgangur dr. Björns með þvi riti var ekki að eins-
sá að fræða, heldur og að vekja æskulýðinn til nýs iþrótta-
lífs, með því að bregða upp mynd af íþróttum fornmanna
og benda á, hve ríkan þátt þær áttu. í atgjörvi þeirra.
Af líkum rótum er það runnið, að hann þýddi »Mím
aðferð* eftir I. P. Muller (1911). Vann bann þar um leið'
íslenzkri tungu hið þarflegasta verk, því að þarna varð'
að finna og mynda fjölda orða um likamsæfingar, og er
mesti snildarbragur á því öllu, sem vonlegt var. Dr,
Björn á og drjúgan þátt í því leikfimismáli, sem nú er haft
við leikfimiskenslu í skólum og annarstaðar.
Snemma hafði dr. Björn áhuga á þjóðsögum og þjóð-
sagnafræði. í Huld 1895 eru þrjár þjóðsögur frá hans-
hendi. Hann safnaði og þjóðsögum og æfintýrum, sem þegar
er sagt. Þjóðsögur voru honum skuggsjá þjóðlegrar menn-
ingar. Þvi segir hann í formála fyrir Sagnakveri sínur.
«Til þess nú að þjóðsagnirnar komi að fullum notum sem
skuggsjá alþýðlegrar menningar, er sýna megi framþróun
liennar stig af stigi, þurfa að vera til söfn öld fram ai
öld, jafnvel frá hverju hálfaldartímabili.«
Hann sá nauðsynina á því að safna einmitt þjóðsög-
um frá vorum tímum og bendir á að hverju leyti þjóð-
trúin virðist nú orðin ólík því, sem hún áður var. Mundi
liann hafa gert meira í þessum efnum, ef honum hefði
enzt tími og aldur til.
En dýpsta og skærasta skuggsjá íslenzkrar menningar
var honum tunga vor. Hann hafði lengi safnað spak-
mælum og einkennilegum orðum og orðatiltækjum til afr
skýra þau og rekja til róta. Það var því ekki undarlegtp.