Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 87
Skíruir]
Lækningar fornmanna.
1S1
er aftur geta verkað á harin. Sursum corda — upp mín
sál! (og taktu líkamann upp á eyrunum). Læknirinn á
að vekja trú, en ekki trúleysi Þó trúin geti ekki flutt
fjöll, getur hún áreiðanlega verkað dásamlega hluti Og
aðalatriðið er að mönnum batni — bezt reyndar, að þeir
þurfi ekki að sýkjast.
Af þeim kynnum, sem eg hefi af kaþólskum spítölum
(bæði i Danmörku, Frakklandi og hér), hefir mér ætíð
virzt göður andi svífa þar vfir vötnunum. En þar veita
guðhræddar og góðar nunnur og prestar andlega aðstoð
sjúklingunum, auk þess sem læknarnir reyna að lælcna
þeirra líkamlegu mein. Kos remedia — deus salutem! (þ.
e. vér veitum lyfin, guð heilsuna) stendur þar skrifað yfir
dyrum.
Andlegu öflin, sem í okkur búa og við enn ekki
þekkjum, nema að lítlu leyti, þau má eflaust hagnýta miklu
betur en alment tíðkast og þekkist meðal lækna. Eg segi
fyrir mitt leyti, að eg er skussi í þeirri læknislist og finn
oft sárt til þeirrar vöntunar og óska mér aðstoðar
Rafn Sveinbjarnarson heimti til sín presta sina, er hann
gerði holskurðinn á Marteini. Og hann lét þá syngja
fiinm sinnum pater noster á meðan. Eg liefi oft öfundað
Rafn af þessum heimilisprcstum hans.
Yfir skiifborðinu mínu hangir mynd af franska lækn-
fi'um Ambtoise Paré (d 1597). Hann er frægur fyrir það,
a& hann fann upp á því að binda fyrir æðar til að etöðva
blóð rás, í stað þess að brennn fyrir æðastúfana með sjóð-
a»di olíu. í eitt skifti gleymdist olían, en hann varð ekki
ráðalaus, tók seglgarnsspotta upp úr vasa sínurn og batt '
fyrir æðarnar. Það gekk ágætlega og langtum betur en
með olíunni. Myndin er af þessum atburði. Það var í
orustunni við Neapel 15315. Riddarasveit ríður fram hjá.
Ambroise hefir valið sér bráðabtrgðasjúkraskýli undir súlua-
göngum þar við veginn. Hann er að taka fót af særðum
herinanni ofan við hné. Aðstoðarlæknir þurkar upp blóð,
en vikadrengur vindur blóðið úr klútunum upp úr ediks-
blöndu í bala og réttir þá jafnóðum. — Þetta fyrir líkam-