Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 45
-Skirnir] Sir George "Webbe i).i88nt. 139
-una orði til orðs, að minsta kosti svo nákvæmlega sem
málið leyfir, og hirða ekkert um hreim eða rim; eða að
þræða orðin nokkuð nákvæmlega og lialda stafrími og
ireim; eða að sleppa kenningunum alveg, ef nauðsyn
krefur, og gefa efni kvæðisins í bundnu raáli. í Njálu
leitast Dasent við að gefa kenningarnar að miklu leyti,
halda að nokkru stafrími og gefa þýðingunni vissan hreim,
en ekki eru vísnaþýðingarnar altaf sem nákvæmastar. I
Oisla sögu gefur hann visunum fullkomið kvæðasnið og
i’im. í hinum síðustu þýðingum hverfur hann þó að fyrri
Æiðferðinni. Eg hygg að réttast sé að þýða vísurnar í
bundið mál, ef bókin er annars ætluð alraenningi.
Annað er það, sem óvissu veldur-í þýðingum, og það
er meðferð eiginnafna Mannanöfnum verður að halda
■óbreyttum og gerir Dasent það að mestu leyti. Hann
heliar þau að visu dálítið, til þess að gera þau tungutam-
-ari lesendunum; þannig sleppir hann venjulega endingunni
r (ur) í mannanöfnunum. En hins vegar hefir hann þann
ósið að bæta endingunni a við öll kvennanöfn, hvort sem
sú ending er i íslenzkunni eða ekki, t. d. Hallgerda, Gud-
rida, Gudruna. Það heíir hann tekið eftir latnesku þýð-
ingunum af sögunum; þar getur það verið afsakanlegt,
en i ensku ekki; hann sleppir því líka í seinustu þýðing-
•um sinum. Auknefni manna eru venjulegast þýdd og má
það viðurkvæmilegt heita. Verst er þó að eiga við staða-
og landanöfn; þar er erfiðast að draga línuna milli þess
«em þýða ber og óbreytt skal standa. í fiestum þýðing-
um má því finna ósamkvæmni í þessu, og svo er líka hjá
Dasent. Stundum þýðir hann ekki nöfnin en tekur hljóð-
lík orð, þó orðið, sem hann setur í staðinn, sé ekki sömu
merkingar, t. d. Vale (Völlur), Rangrivervales (Rangár-
vellir). önnur þýðir hann beinlínis, svo sem Threecorner
<Þrihyrningur), Redslips (Rauðuskriður), Springs (Keldui’),
Rapes1) (Hreppar); at'tur á móti lætur hann önnur hald-
l) Dasent hefir viet haldið, að orðið rape (notað um fylti í Sussex)
vaeri eama og hreppur, en nú er það talið ólíklegt.