Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 26
120 Sir George Webbe Dasent. [Skirniir
bundnu og óbundnu máli aftan við, með nokkrum skýr-
ingum neðanmáls. Formálinn er dagsettur i Homburg-
von-der-Höhe 7. ágúst 1842, og mun það hafa verið um
þær mundir, að Dasent hitti Grimm, eins og áður er getið.
Hið síðasta rit, sem Dasent gaf út meðan hann dvaldi.
í Stokkhólmi, var útgáfa af Theophilusi (1844) á ýmsum
málum, þar á meðal tvær fornþýðingar af sögunni á ís-
lenzku (eftir Stokkhólmsbók 4to, nr. 1 og 11) ásamt þætti
af Anselm erkibiskupi. Það er einkennilegt, að útgefand-
inn þykist þurfa að halda uppi vörn fyrir það, að hanit
gefi út þessa merku helgisögu. Snýr hann sér í formálanum
að tveim flokkum manna, þeim sem með óvild og jafnvel
fyrirlitningu líti á miðaldirnar og vilji ekkert um þær
heyra, og þeim sem hrósi og hæli á hvert reipi miðalda-
siðum og vilji líkja eftir þeim í flestu. Sjálfur kveðst
hann standa bil begsja milli þessara öfga, falla bezt við
þá tíma, sem hann lifl á, en þó kunna að skilja og raeta
rétt miðaldirnar og trú þeirra manna, er þá lifðu, og sé
sögnin um Theophilus merkilegur vitnisburður þar um.
Eg get ekki séð, hvers vegna útgefanda þótti nauð-
synlegt að láta þessi varnarorð fylgja útgáfunni, nema
ef vera skyldi, að hann óttaðist, að menn héldu, að hann.
hallaðist að kaþólsku og dýrlingatrú. Útgáfan á að vera
orðrétt eftir handritunum, en nokkur viðvaningsbragur er
á henni, þó hún annars sé sæmilega góð fyrir þá tima.
Aftan við er islenzkt-enskt orðasafn.
Árið 1845 hélt Dasent aftur til Englands og kvong-
aðist þá systur Delane’s, sem þá var orðinn ritstjóri fyrir
The Times; varð Dasent meðritstjóri blaðsins og hélt því
starfi um 25 ár, og í fjarveru eða forföllum Delane’s hafði
hann allan veg og vanda af ritstjórninni. Stóð blaðið þá
í miklum blóma, enda tókst þeim mágum að safna að sér
mörgum ritfærum mönnum. Auk þessa var Dasent um
tíma (1852—65) prófessor í enskri tungu og bókmentum
við King’s College i Lundúnum. En þótt hann þannig
ætti mjög annríkt, lagði hann þó ekki norrænuna á hill-
una; við og við birtust i blöðum eða tímaritum þýðingar