Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 86
180
Lækningar fornmanna.
[Skirnir
Vit vor geta raeð öðium orðum orðið fyrir blekkingum,
en ekki sízt tilfmningartaugar vorar. Þetta getur oft
komið sér vel og á þessu byggist lækning margra manna-
meina. Eins og barninu, sem meiðir sig, batnar þegar
mamma kyssir á sára blettinn, af því mamma segir
að við það muni því bitna, eins er oft um þá, sem eldri
eru. Ef þeir trúa lækninum eða treysta lyfinu, sem hann
ráðleggur, þá bátnar mörgum, jafnvel þó meðalið sé engu
áhrifameira en blávatn, eins og t. d. mörg homöópata-
meðul.
Sennilega má skýra þetta þannig. Fjöldinn allur af
sjúkdómum batnar af sjálfu sér, þó ekkert sé við þágert
Likaminn er gæddur varnartækjum gegn mesta fjölda af
sóttkveikjum og öðrum sjúkdómsorsökum (sjá ritgerð mína:
Sóttvarnir líkamans, Eimreiðin 1912). Nú er það gömul
reynsla, að sjúkdómar og sársaukinn, sem þeim fylgir,
verða verri og tilfinnanlegri því meir sem um þá er
hugsað. Sé því hægt að deyfa tilfinninguna eða dreifa
huganum með því að beina honum í aðra átt og koma
mönnum til að gleyma sársaukanum, þá er eins og bar-
átta likamans gegn sjúkdómunum verði langtum sigur-
sælli.
Til er bæði læknislist og læknisvisindi Þessu tvennu
er oft blandað saman, enda á hvorttveggja helzt að fara
saman; því hvorugt nægir út af fyrir sig til að gera mann
að góðum lækni Á vorri efnishyggjuöld hafa margir vilj-
að afneita læknislistinni og viljað telja læknisvísindin ein
koma að haldi. Þetta bygg eg að sé ekki rétt. Sá sem
er vel að sér í læknisvísindum getur verið skussi til að
Jækna.
Uudir læknislistina heyrir það meðal annars að kunna
að ná tiltrú fólksins og vekja hjá því traust til lyfja og
læknisgerða, og það fæst ekki fyrir bókvit eingöngu. Og
það er ekki nóg að vekja trú á lyfin og aðgerðirnar, held-
ur þarf líka trú á þau dularöfl, sem í mannslikamanum
búa og starfa í samræmi við önnur öfl utan við líkamann,