Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 113
Skírnir] Árferði á íslandi. Í20T
aldar, en það gat ekki koraið til mála rúmsins vegna, enda hefði
eftirtekjan orðið lítil um árferði hinna einstöku ára. í 3. bindi
Alþ.b. er þó ýmislegt er snertir almenna bjargrœðissögu þjóðarinn-
ar og hefi eg notað það í Landbúnaðarsögu minni.
Höf. kemst að þeirri niðurstóðu, að bók mín só »næsta ófull—
komin, því að höf. hefir iátið hjá líða að nota til fulls sum áreið-
anlegustu heimildarritiu, sem mjög rnikið var á að græðac Eg
skal fúslega játa, að bókin er ekki fullkomin fremur en önnur
mannaverk, en hinum seinna s'eggjudómi mótmæli eg harðlega; hann
er alveg ósannur og órökstuddur; eg befi einmitt um hinar fyrrí'
aidir því nær til hlítar notað allar heimildir, sem verulega þyðicgu
höfðu. Hin fáu dæmi, sem höf. nefnir máli sínu til stuðnings, eru
öll, með einni undantekningu, tómur hógómi. Eðlilega mætti þó
eitthvað finna, ef vel væri leitað, sérstaklega ef nýjar heimildir koma
1 Ijóa, og mér væri það sönn ánægja, ef einhver vildi taka rögg á
sig og safna viðaukum við hinar fyrri aldir í árferðisannál mínum,
en sá maður þarf eðlilega að vera fróður 1 sögu Islands og hafa
nóga dómgreind til þess að vinsa úr hið verulega.
Frederiksberg 24. maí 1919.
Þ. Th.
Vit og strit.
Ut af ummælum Steingríms læknis Matthíassonar í Skírnis—
greln hans »Benrögn« kvað eg þetta:
Vegið var með v i t i
af víkinga lýð,
en stútað með s t r i t i
á Sturlungatíð.
J. J.