Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 79
.-Sklrnir]
Lækningar fornmanna.
173
at sárdropa
svefja skyldir«.
Einhverstaðar er þess getið, að blóðstemmur (þ. e.
ntöfraþulur) hafl verið notaðar til að stöðva hlóðið. Liklega
hafa það þó, líkt og til skamms tíma, að eins verið fánýt
ilyf, sem höfðu orð fyrir að geta stöðvað bióðrás (sbr.
mjarðarvött, (Fyrsvamp), kerlingareld eða t d. kongulóar-
vef). Þegar blóðrá? er ekki altof svæsin, stöðvast hún
-venjulega sjálfkrafa, stundum í yfirliði, þegar mikið hefir
dblætt, og er þá fánýtum lyfjum þakkað
Þegar höggvinn var limur af manni, eins og oft kom
fyrir i bardögunum, tókst hvað eftir annað að binda um og
græða fyrir stúfinn, jafnvel þó ekki sé þess getið, að æfð-
ir læknar hafi verið við höndina. Ekki er þó þar með
sagt, að verið hafi cingöngu að þakka þeim, sem batt
■um, að ekki blæddi til ólífis, heldur kemur hér til greina
litið atvik, sem er vant að hjálpa til. Við höggið kubb-
ast ekki æðarnar þvert í sundur, sízt þegar höggvið er með
bitlitlu vopni, heldur merjast þær og slitna í sundur, en
við það snýst upp á innri hluta æðaveggsiiis (intime),
blóðstorka myndast um leið, og það hvorttveggja stöðvar
•blóðrásina.
Það sést oft i sögunum, að menn bíða bana af (blæð-
ir til ólifis) þegar höggvin er hönd eða fótur, og það eins
þó framarlega sé.
»Gunnar .... hjó með sverðinu — ok kom á hönd-
ina Hallbirni fyrir ofan úlflið svá at af tók«. (Nj. kap. 54)
Varð það hans bani
>Geir . . . hjó á hönd Arnþóri fyrir ofan olboga svá
at af tók...........ok dó hann litlu siðar af blóðrás«.
(Harðars. og Hólmv. kap. 13)
Hákoni góða blæðir til ólifis þó bundið væri um
(Heimskringla I. s. 218). Hann var særður í músina (þ.
e. vöðvann framan á upphandleggnum, en þá um leið í
slagæðina innan við hann). 0g í Sturlungu er þess getið
oftar en einu sinni, að menn, sem í hegningarskyni voru