Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 49
Skirnir]
Björn úr Mörk.
14í
áherzluna á þvi »sögulega«. En hvað sem þessu líður,
má ganga að því vísu, að höfundur Njálu hafi haft ein-
hverjar sagnir af Birm, um sjálfshól hans og hugleysi, afr
hann átti konu, sem mat hann litils og hann var hræddur
við, og að hann stóð að baki Kára í bardögunum. Björn
hefir verið þar skopmynd eingöngu, sem fjörgaði frásögn-
ina og var andstæða Kára í hugrekki og hreysti.
II.
Á þessu stigi málsins tekur nú höfundur Njálu vifr
Birni og verður beinlínis ástfanginn í persónunni. Vel
má geta þess til, að hann hafi sjálfur þekt svipaðan karl,
að þar sé um nýja f.vrirmynd að ræða, en vafalaust heiir
hann líka séð i hendi sér, hve listhæft efni hér var um
að ræða. Hann lætur sér ekki lynda að nota Björn ein-
ungis í baksýn fyrir Kára, heldur lifir sig inn i hannr
blæs lifandi anda í nasir hans, kafar djúp sálar hans, og
leggur sig svo fram, að hvergi eru handtök snillingsins
gleggri í sögunni. Þó að Kári sitji með allan sómann af
vigunum, verður Björn lesandanum ekki siður minnis-
stæður.
Söguritarinn dregur ekkert fjöður yfir hið skoplega
í fari Bjarnar. Viðurnefni hans er »hvíti«, smbr. »hvítur
naaður og huglaus« í Laxdælu. Hann er skygn og skjótur
á fæti, — skapaður til þess að sjá hættuna í tima og forða
sér. Hann er sjálfhælinn sem mest má verða, og óspar
að frýja óvinurn sinum hugar í skjóli Kára. Það er Kári,
sem stökkvir brennumönnum á fiótta, en Björn, sem æpir:
»rennið ér nú, brennumenn!« Og rétt á eftir segir hann
kost vera, að fúnaði svo margir af Síðumönnum sem-
k a n n vildi.
Víða vegur höfundurinn hvert orð, svo að setningarn-
ar verða tvíræðar, eftir því hvaðan á þær er litið. Þegar
^jörn segir við Kára: »en þvi munt þú hingað kominn,
að nú mun fokið í öll skjól«, þá meinar hann: »nú er