Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 75
Skírnir]
Lækning&r fornmanna.
16»'
og stytta líf manna«. (F. J.: Lægekunsten i den nordiske
Oldtid. Kbh. 1912, bls 8).
Eins og þegar heíir verið bent á, voru fornmenn karla
fákunnandi í að lækna innvortis sjúkdóma. Galdrar, rúnir
og grasaseyði voru lielztu ráðin. Gegn móðursýki og'
ímyndunarveiki gáfust þau vel, þá, eins og enn þann dag
i dag, en við aðra sjúkdóma fór það eftir því, hve vel
batnaði af sjálfu sér.
En þar eð nú sár og sárasjúkdómar voru daglegir
viðburðir í fornöld, var ekki nema eðlilegt, að um með-
ferð þeirra fengist töluverð reynsla. Og reynslan safuaðist
á einstakra manna hendur, þeirra, sem voru mest náttúr-
aí'ir fyrir »að kunna sár að sjá«. Þeir sem í sögunum fá
nafnið læknar eru yfirleitt s á r a 1 æ k n a r. Um nokkurn
lærdóm var ekki að ræða, heldur nærfærni og meðfæddan
áhuga fyrir því að hjálpa; einhver varð að gera það, og
vildi þá vel til, ef til þess völdust greindir menn og at-
hugulir.
Slikir sjálfmentaðir líknarmenn hafa á seinni öldum
verið nefndir hnjóðsyrðinu skottulæknar, og er
ósanngjarnt. Annarstaðar á Norðurlöndum hafa þeir fengið
veglegra heiti og kallaðir k 1 o g e M æ n d , þ. e. hyggnir
karlar, og er sönnu nær, þvi oftast völdust þeir sem vitið
höfðu meira til að veita hjálp í neyð. — Það þótti góður
kostur á hverjum lækni, þá eins og enn, að vera mjúk-
hentur og nærgætinn. Eftir bardagann á Hléskógalieiði
(1043) er sagt, að Magnús' konungur góði hafi þreifað á
höndum manna og valið 12, semhonum þótti hafa »lækn-
ishendur«, til þess að hjúkra særðum mönnum og binda
urn sár þeirra. Gerði hann þetta eftir tilmælum Olafs
helga föður síns, er vitraðist honum í draumi. Þvi næst
er sagt, að læknisgáfa hafi gengið að erfðum í ættum þess-
ara útnefndu lækna og er sérstaklega getið um Atla lang-
afa Rafns Sveinbjarnarsonar á Eyri, en Iiafn varð nafn-