Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 27
Skirnir]
Sir George Wekbe Dasent.
12 ft
á norskum þjóðsögum og íslenzkum þáttum eða öðru þess:
konar. Loks kom út árið 1859 þýðing hans á þjóðsögum
þeirra Asbjörnsen og Moe; náði sú bók þegar mikilli hylli’-
meðal enskumælandi þjóða og hefir síðan oft komið út
bæði í heilu lagi og úrvali, enda er þýðingin snildarverk..
Framan við var langur inngangur eftir Dasent um upp-
runa, ummyndanir og útbreiðslu þjóðsagna og æíintýra,.
og svo samband þessara norsku sagna við norræna goða-
fræði og goðasagnir. Byrjar höfundurinn á því að lýsa
heimkynnum ariska kynflokksins og fylgir hann þar kenn-
ingum þeim sem þá voru algengar en nú þykja úreltar.
Þá álitu menn, að Ariar (Indo-Germanar eða Indo-Euro-
pear, eins og þeir lika eru oft nefndir) væru upprunnir
austan úr Asíu og hefðu fluzt vestur til Evrópu snemma
á forsögulegum tíraum. Upptök európisku menningarinnar
voru samkvæmt þeirri skoðun þar austur frá, og því var
svo margt sameiginlegt með Evrópumönnum og þeim hluta
flokksins, sem eftir hafði orðið austur í Asíu (Indverjura
og Persum). Samkvæmt þessu rekur Dasent ferii æfin-
týranna og gerir það vel og læsilega, enda hlaut hann
lof fy rir greinina hjá Max Múller, sem þá nýlega hafði
gefið út ritgerð um samanburðar goðafræði, sem vaktb
raikla athygli, og hafði með öðrum ritum getið sér nafa
sem austrænn málfræðingur. Það er sagt, að Dasent sjálf-
ur hafi skoðað þessa ritgerð sem það bezta, er hann
hafi skrifað, og lætur víst ekki fjarri, að svo sé, þótt ýmis-
legt megi að henni flnna, en hana verður að dæma eftir
þeim tíma, þegar hún var skrifuð.
Arinu áður (1858) hafði komið út önnur allmerk rit-
gerð eftir Dasent, með titlinum Norsemen in Iceland (í rit-
gerðasafninu Oxford Essays), og var það stutt yfirlit yfir
víkinga- og söguöldina, tildrögin til landnáms íslands,
stjórnarfyrirkomulag þjóðveldisins og heiðnu trúarbrögðin.
Höfundurinn byrjar með lýsingu á ástandinu í Evrópu,,
þegar víkingaferðirnar hófust, — og endar með því að
benda á hinar dökku og björtu hliðar norræna lífsins,.
einkum þær síðartöldu, því þær dyljist oft, þegar menn-