Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 80
174
Lækningar fornmanna.
[Skirnir
afiimaðir, hafi dáið af því. En ef til vill hefir þeim lítið-
verið líknað eftir. áverkann
Hins vegar.er minqa takandi til þess, þó Eirikur jart
dæi af blóðrás eftir úfskurð (Flat I. bls. 561), því annað
eins getur enn koinið fyrir í höndum lækna. Blóðstöðvuni
svo erfið inni í koki.
Til sáraumbúða hefir verið haft lín, þegar það varvið'
höndina (sbr. »Þormóðr reist í sundr línbrók sína ok batt sár
sitt« Fóstbr.s. kap. 9)). En þegar menn lágu í sárum evo-
mánuðum eða misserum skifti, eins og oft er getið um í
sögunum — og þurftu ekki að vera nema svöðusár — þá
vitum við, að með svo löngum græðslutírna fylgdi lang-
vinn ígerð Þá hefir þurft á miklum umbúðum að halda
og þá heflr sjálfsagt oft vantað lín og verið notað alt það'
af tuskum og öðrum vefnaði, sem tii var á heimili.
Til þess að græða sárin reyndu menn ýms smyrsl úr
grösum og feiti. En hvergi er í neinum sennilegum sög-
um getið um, að þau hafl komið að verulegum notum-
Ekki er takandi mark á fornaldarsögum, eins og t d. Gröngu-
Hrólfssögu, þar sem segir frá því, er Möndull dvergur
græddi fæturna á Hrólfl.
í sögunum er hvergi getið um, að sár hafi verið saum-
uð saman fyr enn á Sturlungaöld, en það gerist í útlönd-
um; læknir norskur gerir við skarðið í vörinni á Þorgils-
skarða og tekst vel að græða j að. Það er annars fyrst í
Biskupasögunum, að minst er á að sár séu saumuð hér á
landi (Bp. I. bls. 360 og 377) og er þá ýmist saumað með
silkiþræði eða seimisþveng. Hvorttveggja gafst vel, og
með skónál var saumað.
Um Hrólf Gautreksson (Fornaldarsögur III. bls. 102)
og í öðrum þjóð8ögum frá fornöld (t. d. um Hrómund
Greipsson) er sagt að sár, jafnvel kviðristusár, hafi verið'
saumuð með silkiþræði og grædd. En slíkar sögur eru
skrifaðar löngu seinna en fornsögur vorar, og hefir þá
þekkingin á sárasaum verið farin að berast hingað til
lands. Enn fremur sést á Biskupasögum, að þá hafa menn
kunnað í stað sárasaums að fylla sárið með lérefti (lér-