Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 67
Skírnir]
Lækningar fornmanna.
161
iim meinsemdum, eða til að ná út beinflísum, sem stungist
ihöfðu inn í heilann. Aðrir halda að þetta hafi verið til-
raun til að lækna geðveiki, hleypa út illum öndum.
Hvernig þetta hefir atvikast vitum við ekki, en víst er
>um það, að þegar fyrst fara sögur af forfeðrum vorum,
J)á hefir þessi lækningaraðferð verið löngu fallin í gleymsku.
■En einkennilegt er og eftirtektavert, að til skamms tíma
ihefir þessi sama aðgerð tíðkast meðal villiþjóða á Suður-
ihafseyjum og í Afríku. Þegar Evrópumenn komu fyrst
til þeirra, voru þessar þjóðir enn á Bteinaldarstigi og frömdu
þessar aðgerðir með svipuðum áhöldum og fundist hafa
frá tímum steinaldai’þjóðanna norrænu.
Annars er það af elztu lækningum forfeðra vorra að
segja, nð þær hafa verið á svipuðu stigi og enn tíðkast
meðal villiþjóða víðsvegar í • löndum. En hjá þeim eru
lækningar veujulega í höndum seiðmanna eða galdra-
manna. Einn eða fleiri slíkir karlar eru í hverju bygðar-
lagi (t. d. nhaman hjá Indiánum, angekók hjá Grænlend-
ingum). Þeir eru bæði prestar og læknar í senn. Þeir
■einir hafa áheyrn guðanna og gerast því milligöngumenn
milli guða og manna. Þörfin kallar þá og æfingin útvel-
ur þá. Með bænagerðum, formælingum, göldrum ogfórn-
færingum reyna þeir að bægja burtu illum öndum og að-
steðjandi böli. Sjúkdómarnir illum öndum að kenna. —
■Smám saman myndast sérfræðingar meðal seiðmanna.
Verða sumir eingöngu prestar, aðrir spámenn, þriðju
læknar o. s. frv. Atkvæðamestir og áhrifamestir eru þeir
sagðir, sem að náttúrufari eru skygnir eða ófreskir. Hinir
kákarar allfiestir. Fornaldarritin og sögur vorar sýna, að
svona hefir einnig verið hjá forfeðrum vorum í heiðni.
Þá var það algeng trú, að með göldrum mætti bæði
vekja upp drauga og kveða þá niður. Og eins mætti bæði
sýkja menn og lækna þá með göldrum.
Galdur er dregið af sögninni að gala, þ. e. syngja eða
kveða. Og hafa galdrarnir verið fólgnir í því að syngja
ýms ljóð, sem við áttu. í Hávamálum telur Óðinn upp
•seytján galdraljóð, sem hann kunni:
11