Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 51
Skirnir]
Björn nr Mörk.
145
lieldur ruaður en áður fyrir sér«. Ekki >meiri maður<.
»Heldur maður«, — nær þvi að vera maður.
En Björn væri lakari persóna en hann er, ef honum
'væri ekkert gefið nema grobbið og hugleysið. En því fer
fjarri. Hann er tiyggur Kára og vill duga honum sem
bezt. Hann er ráðagóður og slunginn. Og hann hefir ein-
Jægan vilja á að vera drengskaparmaður.
Þetta ósamræmi í fari Bjarnar: millibilið milli þess,
■sem hann vill vera og er, vill gera og getur, kemur viða
Iram. Þegar óvinir Kára koma að honum sofandi, vekur
Björn hann. Hann flýr ekki burt í skelfingaræði. Hon-
um ferst betur við Kára en t. d. þrælunum við Arnkel
goða, þegar hann átti líf sitt að verja á Örlygsstöðum.
En Birni finst ekki þessi trúmenska sin eðlileg og sjálf-
sögð, eins og hverjum venjulegum manni. Honum finst
hún orða verð, og hann segir við Kára þessa merkilegu
■setningu, sem sýnir inst inn í hugskot hans: »allmjög þarft
'þú þó min til. Myndi sá nú hafa hlaupið í braut frá þér,
er eigi væri jafnvel hugaður sem eg em«. OgþegarKári
býður honum að ríða burt og forða sér, neitar Björn, bæði
af því að hann er hræddur um lif sitt, og óttast tungur
vondra manna, ef hann kæmist undan, en líka af hinu —
þó að það komi ekki fyr en seinast —, að þá yrði hann
Kára að engu gagni eða liði. Kemur þessi tviskinnungur
lika vel fram i samtali þeirra Kára, þar sem Björn hafði
i BÍnu orði hvort, að hann vildi flýja sem harðast, eða
hitt, að hann vildi biða og taka í móti. Grobb hans er
með öðrum orðum ekki einungis i munninum. Hann er þyrst-
ur í frægð, langar til þess að vega. í orðum hans við
húsfreyju sina: »Aukist hafa heldur vandræðin, kerling«,
hlakkar ánægjan yfir að hafa verið með í vígaferlum. Og
af því að hann er ekki fær um að vega menn á drengi-
legan hátt, gerist hann grimmur og vill níðast á þeim,
sem varnarlausir eru. Hann ætlar að vega Ketil úr Mörk
eftir að Kári hefir þrifið hann höndum, og í ummælum
hans um Grana Gunnarsson (»Björn kvaðst eigi nenna
að drepa hann, en kvað hann þó þess maklegan«) sést
10