Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 81
Skírnir]
Lækningar fornmanna.
175-
eftskera) til að flýta fyrir að greri. Á þann hátt græðir
Þorvaldur prestur Pálsson barkasár á konu, sem nærri
hafði blætt til ólifis (Bp. I. bls. 377—378). Þetta og fleira'
bendir til, að þekking í læknisfræði heflr verið farin að-
aukast, þegar kom fram á 12. og 13. öld. (Áhrif sunnan
úr löndum, frá Aröbum).
Annars verður maður að segja, að í sögunum er ekkii
um auðugan garð að gresja hvað læknislistina. snertir.
Menn reyndu að bjarga sér eftir föngum, stundum með
skynsamlegu viti, en oftar hefir það verið í fálmi og ráða-
leysi og þá orðið að ganga eftir lögmáli kerlingar: »það
fer alt einlivern veginn« eða eins og Göthe lætur djöfsa
kenna læknisnemanum: »wie es Gott gef;'iLlt« (þ. e. eins-
og guði þóknast).
Viðleggi kunnu fornmenn að gera fótlausum mönnum-
— og bera viðurnefni vott um það (sbr. Önundur tréfótur
og Þórir viðleggr). En sennilega hafa þeir gervilimir ver-
ið harla fábrotnir. Einnig hækjur voru notaðar (Flat. I.
bls. 210). Við liðhlaup og beinbrot tíðkuðust spelkur og.
bönd. í Sturlungu er þess getið (St. II. bls. 99) að illa
gróið fótbrot var brotið upp aftur í því skyni að rétta
beygju eða skekkju á leggnum. Það tókst vel og maður-
inn varð óhaltur. Má óhætt telja þetta einhverja mark-
verðustu lækninguna frá þeim tímum.
Um fótbrot Guðmundar góða (Sturl. I kap. 6) er það
að segja, að frásögnin ber fremur vott um seiglu og hörku
karlsins en að lækning sú, sem hann fékk hjá Helga Skelj-
ungssyni, hafl verið svo merkileg. Þar hefir verið að ræða
um lausa beinflís, sem hefir stungist gegnum húðina og
setið þar fast og valdið bólgu. Helgi lét tvo karla draga
þennan flein út úr holdi Guðmundar og græddi hann
á eftir.
I þessari ^frásögu og víðar í sögum er getið um, að-
notuð hefir verið bökun við eld við bólgumeinum. Við
ígerðum má ætla, að fornmenn hafi kunnað að beita hnífi;
að minsta kosti varð ekki Þórhalli Ásgrímssyni skotaskuld
úr því að spretta í kýlið á fæti sinum með spjótinu. Hins