Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 31
■•‘Skirnir] Sir George Webbe Dasent. 125
við barn það, er hann hafði tekið af höndum foreldranna,
eem voru honum meiri að ættgöfgi. Þetta rit, sem þýð-
-andinn hefur tekið úr húsi íslenzkra fræðimanna, meist-
-ara sinna í fróðleik, og alið og fóstrað mörg ár undir ensku
þaki, á nú að fara út í heiminn og berjast fyrir lífi sínu,
og vinna foreldrunum nýja frægð. Þeim sem fyrstur
Mæddi það í enskan búning nægir það, ef þetta fóstur-
barn hans getur aukið öðru laufl við frægðarsveig þann,
•sem krýnir enni hinna fornu stórmenna íslands«.
Sumar af skoðunum Dasent’s á Njálu munu menn nú
ekki alment fella sig við. Hann leggur of mikla áherzlu
á sögulegt gildi hennar og annara íslenzkra sagna. »Margt
■er talið söguleg sannindi í öðrum löndum, sem stendur á
veikari grundvelli, og mörg frásögn í ritum Þúkydidesar
■og Tacitusar, eða jafnvel hjá Clarendon og Hume, ertek-
in trúanleg, þótt skilríkin fyrir henni sé ekki að einum tí-
■unda hluta jafnsterk og þau, er styðja frásagnir þessara
islenzku sögumanna frá elleftu öld«. Þá skjátlast honum
og um ritaldur sögunnar. En hann tekur það fram, að
furðuverkin og fyrirburðirnir, sem sagan segir frá, sanni
ongan veginn óáreiðanleik hennar; þau geri öllu heldur
það gagnstæða, því að, hversu ótrúleg sem oss virðist þau
nú, þá trúðu menn þeim þó fastlega á þeim dögum, þeg-
nr sagan gerist og einnig þegar hún var rituð. Hann ætl-
ar og að sum þeirra verði skýrð á eðlilegan hátt, eins og
t- d. þegar söng í atgeir Gunnars, en sú skýring fer samt
“út um þúfur fyrir honum.
Þýðingunni var mjög vel tekið og birtust margir rit-
-dómar um hana. Guðbr. Vigfússon skrifaði um hana í
Nýjum félagsritum (21. ár), Grímur Thomsen i Antiqvarís/c
TidssJcrift (6. bindi), og Konráð Maurer i Germania (7 bindi).
Ritdómur Maurers er rækilegastur þeirra allra; finnur hann
að ýmsu, er honum þótti miður fara, en lætur þó vel yfir
verkinu. í enskum blöðum og tímaritum var sögunnar
viða getið og alstaðar lokið lofi á hana. Eg skal geta
hér einungis ritdómsins í Saturday Review, sem var þá og
•or ennþá eitt með helztu og beztu vikublöðum Englend-