Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 55
Skírnir]
Björn úr Mörk.
14»
þeir þá sömdu bindi. Alt teygir þá til þes3 að vera lang
orða og greinilega. Eg drap á arkarborgunina. Það er
líka fljótlegra að rubba upp og vaða elginn, en verastutt-
orður og gagnorður. örðugar bækur fá fáa lesendur, menn
hafa ekki tima til þess að rýna í bækur, og eftir því
sem þrengist á bókamarkaðinum, verður það nauðsynlegra
fyrir höfundana að ná tökum á fjöldanum. Smátt og
smátt verða a lar bækur álíka auðlesnar og dagblöðin,
gerðar til þess »ð lesast með morgunmatnum eða í lestar-
klefanum.
Því má heldur ekki gleyma, að sálarfræði nútímans
er öðruvísi en fyrri tíða. Vér færum oss sjálfsathugunina
miklu meir í nyt en þeir, sem þá lifðu. Þeir voru vanir
að athuga aðra menn, því að án þess komust þeir ekki af
í skylmingum lífsins, en sjálfir voru þeir heilli, og fretnur
verkanna en íhyglinnar menn. Og samt má ekki gera of
mikið úr þessu sjónarmiði. Eddukvæðin sýna beinlínis og
sögurnar óbeinlínis, að sjálfsathugunin heflr verið forn-
mönnum tamari en sagnaritunin fljótt á litið viiðist bera
með sér. Hér er um sjálfráða takmörkun að ræða. En
hvað veldur henni?
Tvö sjónarmið hafa framar öllu öðru mótað sögurnar,
og bæði vakað jafnt fyrir flestum beztu sagnariturunum:
8kemtun, sannindi. Að búa fiásögn um sanna viðburði í
8em listhæfastan búning. Nú er enginn vafi á þv', að sú frá-
8ögnin er listhæfust, sem lætur alt bera fyrir augu og
eyru lesandans, sem lætur persónurnar einungis lýsa sér
með otðum og verkum, eins og þær væru á leiksviði, og
fer ekkert út í að rekja, hvetnig þeim sé innanbrjósts.
Skáldsagnahöfundar nútímans vikja mjög frá þessu Þeir
rekja hugsanirnar eins og þeir sæju gegnum persónurnar.
Jafnvel leikritaskáld sýna hugsanitnar öðruvisi en þær
mundu birtast í eðlilegu samtali, annaðhvort í eimölum,
eða með því að láta persónurnar opna hug sinn fyrir
»trúnaðarmanni«. En margs verður að gæta áður en þeim
er legið mjög á hálsi fyrir þeíta, eins og títt er í lítt
hugsuðuin ritdómum. Nútimahöfundar hafa öðlast mikið-