Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 19
Ækirnir] Dr. Björn Bjarnason. 113
að setjirðu ekki evartan blett
á sálar þinnar mjöll.
Þó úti syrti og svali,
það sakar ekki til,
ef áttu nóg í sjálfri þór
af sólargulli og yl.
Veiti það hlutskifti
hamingjan góð,
að hljómi þór æ i hjartastrengjum
hrein og fögur Ijóð.
Námsgáfur dr. Björiis voru fjölhæfar eins og eg benti
<til áður. Mun það hafa verið ein af ástæðunum til þess,
uð hann var ekki þegar i stað einráðiun í því, hvaða
nám hann ætti að stunda. En leyniþræðir í eðli hans
munu hafa dregið hann ósjálfrátt að norrænum fræðum,
enda hvikaði hann aldrei frá þeim síðan. Lífskjör hans
höfðu það og í för með sér, að hann gat ekki gefið sig
að mörgum og fjarskyldum efnum. Þreytandi skyldustörf
tóku mestan hluta tíma hans og krafta, meðan þeir ent-
U8t, o? hann gat því ekki helgað visindum og ritstörfum
uema lítinn tíma. Hann hafði og jafnan minna álit á
hæfileikum sínum en rétt var og var strangur dómari við
^sjálfan sig. Af þessu leiddi, að hann fór aldrei út yfir
það svið, er hann var bezt heima á, og leiddi alt annað
‘hjá 8ér.
Aðalverk hans er doktorsritgerðin. Þar var efni sem
eðlisfar sjálfs hans vísaði honum á. Hann skildi það með
sál og líkama. íþróttamannseðlið í honum hlaut að draga
hann að þessum þætti í lífi fornmanna — er jafnframt
var einn hinn glæsilegasti — og það því fremur sem eng-
inn hafði tekið þetta efni til rækilegrar meðferðar áður.
Að dómi þeirra er bezt vita, hefir hann gengið svo vel og
röksamlega frá þvi, að þar verður naumast miklu hagg-
að eða við aukið. öll er bókin vel og skemtilega skrifuð.
l?að sýnir og álit það er hann vann sér með riti sinu
mneðal vísindamanna, að hann var kvaddur til að rita i
8