Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 30
124 Sir George Webbe Dasent. [Skírnir
saman við afrekaverk og athafnir enskra sjóhetja, eins og.
Drake, Cavendish og annara.
Á textanum gerir Dasent enga breytingu nema þá aðt-
hann setur kristniboðsþáttinn inn á öðrum stað en tiðkast
í handritunum. Til þýðingarinnar hafði hann ekki kast-
að höndunum. Kveðst hann fyrst hafa ráðið þaðmeðsér'
að þýða Njálu árið 1843 og mikill hluti sögunnar hafi ver-
ið þýddur það ár, en hann sá það brátt að hér var um»
stórt fyrirtæki að ræða, sem ^igi varð lokið við á stutt-
um tíma; en þó svo mörg ár hafi liðið frá því hann byrj-
aði á þýðingunni, og þar til hún varð prentuð, hafi hann-
þó aldrei algerlega lagt hana til hliðar, en unnið að henni,..
þegar færi gafst, þýtt og endurþýtt suma kaflana mörg-
um sinnum. Og eftir að hann nú hafi gert alt til þess að
fullkomna þýðinguna sem bezt, leggi hann hana fram fyr-
ir almenning með nokkrum kvíðboga, ekki af því nokkur
efi sé um ágæti og fegurð frumritsins, heldur af því
að hann óttist, að einhverjir gallar frá þýðandans hálfU'
kunni að kasta skugga á þetta snildatverk. Þegar hann
líti aftur í tírnann yfir þau ár, sem liðið hafa síðan nann
tók sér fyrir Lendur að þýða söguna, og þar til nú að því
sé lokið, verði hann hissa á sjálfum sér fyrir þá dirfsku,.
að takast slík verk á hendur, þar sem hjálparrit þau, er
hann þá átti kost á, hafi verið svo lítilfjörleg. Engin góð
útgáfa hafi verið til af texta sögunnar. Engin fullnægj-
andi orðabók og ekkert viðunandi rit um stjórnarfarið
islenzka og lögin, sem svo mikið sé fjallað um í sögunni.
Síðan 1843 hafi þó orðið nokkrar breytingar til batnaðar.
Maurer’s rit um upphaf allsherjarríkis á Islandi hafi kom-
ið út og hafi það verið mikil hjálp. Orðabók þá, erRich-
ard Cleasby hafi safnað til en ekki lokið, hafl erfingjarnir
fengið þýðandanum í hendur til þess að koma henni í
röð og reglu og síðan gefa út; hafi hann haft raikið gaga
af því 8afni Loks hafi hann og notið aðstoðar íslenzkra
manna svo sem Grims Thomsens og Guðbr. Vigfússonar.
Hann endar formálann með þessum orðum: »í fornöld
var það skylda fósturföður að ala upp og leggja ástfóstur'