Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 83
Skírnir] Lækningar fornmanna. 177
alt fimur, bogmaður mikill og skaut manna bezt hand-
•skoti.
Hann hafði verið utan, farið til Rómaborgar og ment-
-ast vel i útlöndum, og hefir hann eflaust kynst merkum
læknum og lækningum þeirra tima. Hann bjó síðan
rauBnarbúi á Eyri og var hinn mesti öðlingur.
»Svo var bú Rafns gagnayðigt, at öllum mönnum var þar
lieimill matr, þeim er til BÓttu ok eyrinda sinna fóru, hvort sem
þeir vildu setið hafa lengr eða skemr. Alla menn lét hann flytja
yfir Arnarfjörð, þá er fara vildu...... Svo fylgdi hans lœkn-
ingu mikill guðs kraptr, at margir gengu heilir frá hans fundi, þeir
•er bauvænir kvómu til hans fyrir vanheilsu sakir, sem hór segir:
Sótti Hrafn at hitta
höggusár af fári
maðr, eða meðr at öðrum
margr, hinn er þurfti bjargar:
hverr gekk hoddastökkvir
heill, segik á því deili,
Ijóns eða leystr frá meinum
lögvarðanda ór garði.
Til einkis var honum svo títt, hvorki til svefus nó til matar, ef
sjúkir menn kvómu á fund hans, at eigi mundi hann þeim fyrst
oökkvura miskunn veita; aldregi mat haun fjár lækning sína. Við
oiörgum vanheilum ok fólausum tók hann, þeim er þrotráða vóru,
ok hafði með sér á sínum kostnaði þangað til er þeir voru heilir.
•— — — — Eigi að eins græddi Rafn þá menn er særðir voru
•eggbitnum sárum, heldur græddi hann mörg kynjamein, þau sem
menn vissu eigi hvers háttar voru — — —(Bisk. I. bls. 643).
Síðan er getið um nokkur dæmi, hvers konar sjúkdómar
’það voru, sem Rafni tókst að lækna, og um það, bver ráð
bann hafði til þess. Sést af því, að hann hefir notað
mikið hörundsbrenslu með glóandi járni, bæði við innan-
meinum og taugasjúkdómum. Brendi hann ýmist kross-
mörk eða díla á húðina, og hefir það í rauninni verið
svipuð lækning og fram til þessa hefir verið notuð í ann-
ari mynd með spanskflugu, sennepsplástrum og öðrum
-dragandi plástrum. Slík brensla gefst oft ágætlega við
móðursýki og ýmsum taugakvillum, og við innvortis
12