Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 72
166
Lækningar fornmanna.
[Skirnir
því loknu segir hún að sér séu nú »margir þeir hlutir
auðsýnir er áðr var ek dulin ok margir aðrir«.--------------
»Síð-m gengu menn at visindakonunni ok frétti þá hverr
þess, er mest var forvitni á at vita .... Þessu næst var
komit eftir henni af öðrum bæ . . . . Veðráttan batnaði
skjótt«. Hér heflr sjUfsagt verið um miðilsástand að ræða
og miðil líkt og Pýþiu i Delfi.
Eg hefi tilfært þessa frásögn hér af því eg tel sjálf-
sagt, að slik seiðkona eins og þessi hafi eins og margir
henn ir líkar kunnað margt til lækninga, þó þess sé ekki
getið í þessari sögu. Iiandaálegging og hugsanaflutningur
er æfagamalt lækningaráð, sem enn er víða notað og gefst
einmitt bezt í höndum þeirra, sem hafa miðilsgáfu, en þó
einkum við móðursýki og veiklun í taugakerfinu.
Snemma hafa Norðurlandabúar eins og aðrar þjóðir
farið að nota ýmsar jurtir og ávexti til lækninga. Jafn-
framt þvi, sem menn prófuðu sig fram til að finna
nytjajurtir til manneldis, hafa þeir orðið margs vísari um
aðra náttúru grasa. í Fjölsvinnsmálum er eitt erindi (3G.),
sem bendir á trúna á lækningajurtir.
»Lyfjiberg heitir
en þ<t hefir lengi veiit
Bjúkum ok sárum gum-tn;
heill veiðr hver
þótt hafi heljarsótt,
ef þut klífr koua«.
I Hávamálum er ymprað á ýmsu, sem gott sé við sótt-
um, eins og t. d. í heilræðum þeim sem Oðinn gefur Lodd-
fáfni:
»Því at Jörð tekr viS öldri,
en eldr við sóttum,
eik við abbindi o, s. frv.
beiti við bitsóttum,
en við bölvi rúuar,
fold skal við flóði taka«.
En það er eins og botninn vanti í þessi heilræði, og