Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 34
Ú28
Sir George Welibe Dasent.
[Skirnir
4nnan tómur. Þá er Mr. X., meðlimur parliamenteins, en
i-það er Charles Cavendish Clifford; hann er höfundur
■ferðasögunnar, þó hann láti að vísu aðra persónu vera
það, sem sé Umbra, en það er skuggi hans sjálfs. Loks
er Mr. Darwin, en það er Dasent. Höfundurinn lýsir hon-
um þannig: »Mr. Darwin var verulega frægur maður.
Hann hafði skrifað vísindalega bók um norræna. forn-
fræði, og í viðurkenningarskyni fyrir það hafði skandina-
viskur sjóii gert hann að riddara af rostungsorðunni öðr-
um flokki, og hékk band þessarar frægu orðu um hin-
ar breiðu herðar hans. Hann var stór og sterkur sem
Herkúles, hafði sítt svart skegg, sem náði niður að mitti,
likur víkingi fornaldarinnar, og hygg eg, að hann stund-
um hafi haldið það sjálfur, að hann væri víkingur. Svo
.gagnsýrður var hann af anda fornaldarinnar, að stöðug
barátta stóð í brjósti hans milli fortiðarinnar og nútíðar-
innar, eða öllu heldur milli ímyndunaiinnar og veruleik-
ans. Hann var tveir menn í einu. Þó hann væri trú-
maður mikill, grunar mig samt, að inst í hjarta sínu hafi
hann skoðað kristnina eins konar uppskafningstrú og álitið
að Þór, Oðinn, Freyja o. s. frv. væru þær einu verur,
sem vert væri að tilbiðja. í reyndinni var hann ágætur
horgari, húsbóndi, er galt skatta og skyldur, ástúðlegur
eiginraaður, og góður heimilisfaðir; en i draumi eða
ímynduninni var berserkur, norrænn sjóræningi, er sigldi
um sjóinn á dreka sínum, lét sverðið glymja á hjálmi
óvinanna, drap, brendi, ruplaði og rændi, og á þann hátt
fullnægði lofsverðri æfintýraþrá. Mig uggir, að hann tæki
frægðardrauminn fram yfir veruleikann. Eg hygg að með
sjálfum sér hafi honum þótt þetta heiðvirða líferni súrt og
haldið, að það væri ekki köllun sín að gæta þessara smá-
sálarlegu skyldna. En hann var hinn þægilegasti maður
í umgengni, alt til dauðans ...» því Mr. Darwin varð
fyrir þeim ósköpum að farast í eldgosi upp í Mofellssveit,
jog Mr. Digwell dó úr hungri, en Lord Lodbrog kvæntist
prestsdóttur frá Hítardal og fór að hokra upp á Mýrum.