Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 23
Sir Georg-e Webbe Dasent.
Nokkru fyrir miðja nítjándu öld voru uppi í Svíþjóð
ýmsir ungir menn, sem lögðu sérstaldega stund á miðalda-
bókmentir Svía, þjóðleg fræði og þjóðsagnir. Varð það
til þess að stofnað var svenska fornritafélagið. Af leið-
togum þessarar hreyfingar má nefna Carl Sáve, Gustaf
E. Klemming og Gunnar Hyltén-Cavallius. En meðal þeirra
var og útlendingur einn, sem að áhuga á þessum fræðum.
stóð ekki að baki hinna. Þessi maður var George Stephens,
prestssonur frá Englandi, sem fiuzt hafði til Svíþjóðar árið
1834 til þess að leggja þar stund á norræn mál og forn-
fræði, aðallega í þeim tiigangi að finna á þann hátt leif-
arnar af frummynd ensku tungunnar, sem hann nefndi
»skando-angliska« mállýzku og átti að hafa verið sam-
eiginlegt mál Norðurlandabúa og Englendinga. Þetta var
^in af meinlokum Stephens og leiddi hann síðar inn í
rúnarannsóknir. Hann var einkennilegur maður, og áhuga-
inikill, en ekki að sama skapi gagnrýninn og vandvirkur.
Ahugi hans og fjör hafði áhrif á þá er kyntust honum og
lét þá hefjast handa. Bústaður hans í Stokkhólmi var
einskonar samkomustaður þessara leiðtoga þjóðlegra fræða.
Stephens var síðar, eins og kunnugt er, kennari við Kaup-
íuannahafnarháskóla (frá 1851).
Árið 1841 kom til Stokkhólms ungur Englendingm\
George Webbe Dasent, og var hann einkaskrifari enska
eendiherrans þar, Sir Thomas Cartwright. Mun Dasent
brátt hafa komist í kynni við þessa svensku fræðimenn
fyrir tilstilli Stephens. Dasent var þá hálfþrítugur, fædd-