Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 60
154
,0k nemndi tiu höfuðit'
[Skirnir
menn vissu eigi hver gert hafði, þá sögðust einhverjir hafa
heyrt afhöggvið höfuðið segja oft:
eV avSpcc avðpa KepxtSáp otnsxTSLvev'
(Mann á mann ofan myrti Kerkidas).
Leituðu þeir þvi i héraðinu mann uppi, er Kerkidas hét,
og drógu hann fyrir dóm. En ekki er unt að mæla eftir
að barkinn er frá skilinn og án hreyfingarinnar frá lung-
unum*.
Oscar Bloch vitnar til þessara orða Aristotelesar í bók
sinni um dauðann og segir: »Til eru að ýkjusögur (Le-
gender) um höfuð, er hafi talað, t. d. haldið áfram byrjaðri
bæn*. (Oscar Bloch: Om Döden I. Kbh. 1914, bls. 326).
Steingrimur Mattbíasson hefir í grein sinni »Um
lífseigju dýra og manna® i Skirni 1918, bls. 259, minst á
sögur þær, er eg nú hefi greint. Segir hann um þær:
»Þetta eru alt tilhæfulitlar þjóðsögur, tilhæfan að eins sú,
að ef til vill hefir heyrst ymja í búknum út um barkann,
líkt og kemur fyrir, að hæns halda áfrara garginu, eftir
að höfuðið er höggvið, en hjá þeim verður það greinilegra,
af því að raddfæri fuglanna liggja neðailega i barkanum«.
Eg held að »tilhæfan« sé alt önnur, og er það undar-
legt ef enginn hefir séð livar fiskur liggur undir steini í
þessum sögum. Menn hafa spurt, hvort höfuðið gæti talað
■er það væri af hálsinum og með Aristoteles séð, að slikt
væri fjarstæða, vegna þess að loftstrauminn vantar frá
lungunum, þegar barkinn er sundur, og höfuðið getur því
■ekki fremur gefið rödd frá sér en organið belglaust og
blásturslaust. Þar með hefir þeim viizt sannað, að hér
væri um hindurvitni ein að ræða. Sagan um Kerkidas
er lögð að jöfnu við hinar, og gegnir þar þó auðsjáanlega
■öðru máli, ef Aristoteles hermir rétt frá þessu, því að þeir
sem þóttust lieyra höfuð prestsins tala, virðast ekki hafa
verið sjónarvottar að þvi, er liann var veginn, og hins
vegar endurtekur höfuðið orð sin. En bæði í frásögn Ui-
■onskviðu, Njáiu og Laxdælu virtust höfuðin mæla u m
leið og þau voru af höggvin*.
Eg geri nú ráð fyrir, að allir verði á einu máli .um