Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 112
206
Árferði á íslandi.
[Skirnir
komandi; hefði árferðisannállinn átt að telja alla slíka viðburðir
hefði hann hæglega getað orðið á stæið við Árbækur Espólíns. Til-
gátan um eldgos 1514 er ekki á neinum s/nilegum rökum bygð.
Hinn eini róttmæti viðauki, sem höf. hefir getað fundið, er
greinin um harðindin 1543; játa eg það fúslega, að það hefir láðst
að geta hennar í ísaskýrslunni, en sá hluti árferðisannálsins, þar
sem hún átti við, var prentaður áður en það hefti af Forubréfa--
safninu kom hingað. Bæði eg og margir aðrir hafa hvað eftir ann-
að minst á það, hve dyrmætur fjársjóður Fornbrófasafnið er fyrir
sögu Islands og verður það aldrei of oft endurtekið. Höf. gefur í
skyn, að eg hafi ekki notað Dipl. isl. við samning bókar minnar,
en hið sanna er, að alt, sem nokkra sögulega þýðingu hefir um ár-
ferði í níu fyrstu bindunum hefir verið tínt saman í árferðisannál-
inn og er vitnað til Fornbrófasafnsins á 14 stöðum í bók minni.
Tíunda og ellefta bindi eru enn registurslaus, og hver sem þau
vill nota, verður að pæla gegnum þau frá orði til orðs. Um ár—
ferði er aunars lítið að græða í Fornbrófasafuinu, þó það sé gull-
náma í mörgum öðrum greinum; ef höf. þóknast að líta í »Land-
búnaðarsögu« mína (Lýsing íslands III. og IV. b.) mun hann sjá
live mikið eg hefi notað það.
Um 17. öld segir höf., að aðalheimildir mínar séu Annálar
Björns á Skarðsá og Árbækur Espólíns. Ef höf. hefir lesið bók
mfna fer hann vísvitandi með rangt mál; aðalheimildir míuar fyrir
þá öld eru hinir óprentuðu annálar í Landsbókasafninu og eru ell-
efu þeirra taldir í innganginum (bls. 8—9) og auk þess alstaðar
vitnað í hina einstöku annála neðanmáls. Þá gefur greinarhöf. f
skyn, að mór hafi yfirsést að nota Alþingisbækur Islands fyrir
fyrstu ár 17. aldar, en Alþ. b. þessar komu út eftir að Ár—
ferði íslands var prentað. Eru slíkar aðdróttanlr erlendis kallaðar
óhlutvendni í rithætti. í fyrstu tveim bindunum af Alþingisbók*--
um íslands (pr. 1912—16) er ekkert um árferði sem þýðingu hefir.
Annars oru hinar svokölluðu »nákvæmu frásögur um árferði« í 3-
bindi Alþ, b. mjög lítils virði, þar fæst því nær engin staðreyDd
fræðsla um veðráttufar framan af 17. öld. Eg mundi því lítt hafa
notað þessar skýrslur, þó bindið hefði verið komið út á undan bók
minni; þar eru að eins hallæriskvartanir í almennu orðalagi, alveg
af sama tæi eius og kvörtunar- og volæðisbrófin, sem til eru í
Rlkisskjalasafni Dana, sem eg ekki hefi notað, af þvf þau eru ekkt
nærri eins góðar heimildir eins og auuálarnir. Þá hefði verið nær
að prenta eitthvað af hallæriskvæðum og heimsósómum hinnar 17-