Skírnir - 01.06.1919, Blaðsíða 28
-122
Sir George Webbe Dasent.
[Skírnir
<iæmi um spillvirki og vigaferli víkinganna. Sjálfur er
hann hrifinn af karlmenskubrag aldarinnar. Tekur hann
það fram, að jafnrétti karla og kvenna. hafi verið miklu
meira hjá Norðurlandabúum, en meðal austrænna og suð-
lægra þjóða, og sérstaklega leggur hann áherzlu á, að
hver maður varð að hafa sjálfsgildi, hann gat ekki ein-
göngu lifað á frægð ættar sinnar eða forfeðra; ef hann
var af góðum ættum því strangari kröfur voru gerðar til
hans, að hann væri einhvers virði sjálfur, ef hann vildi
ihljóta metorð og virðingu annara. Ritgerðin er ljóst og
vel skrifuð og höfundurinn kemst oft mjög heppilega að
orði, en nokkuð er höfundinutn tamt að tala um hina einu
og sönnu trú og sjá ráðstöfun forsjónarinnar í viðburðunum.
Grimur Thomsen ritaði ritdóm urn þessa ritgerð í
Antiquarisk Ticbíkrift (1859) og lauk hann á hana lofsorði,
en benti þó á ýmsan misskilning og á einstaka stað van-
þekkingu frá höfundarins hálfu, einkum á íslenzkum löe-
um og daglegu lifi þjóðarinnar. Klykkir Grimnr út með
því að hrósa samlöndum höfundarins og segir, að nú sé nor-
ræna andans frekar að leita á enskri slóð heldur en meðal
afkomenda víkinganna, sem byggju á föðurleifðinni. Finn-
ur Grímur líka að því, að höfundur skuli nota orðin »Norse-
men« og »Norse« í staðinn fyrir »Northmen« og »North-
ern«, og hefir hann rétt fyrir sér í því sumstaðar en
sumstaðar ekki. Aðfinning Gríms á rót sina að rekja til
stefnu Fornritafélag8ins undir stjórn Rafns, er vildi ger.i
alt sameiginlega norrænt, til þess, eins og Munch bar þeim
á brýn, að gefa Dönum dýrðina eða að minsta kosti góðan
skerf i henni; leiddi það til þess að Munch og Keyser
fóru oflangt í gagnstæða átt og vildu eigna Norðmönnum
a t og kölluðu alt norskt, og varð þá skamt öfganna á
milli. Dasent lét sér samt aðfinslu Gríms að kenningu
v -rða, því að í innganginnm fyrir Njálu notar hann ætíð
-orðið »Northmen« og fer oft ver á því þar.
Árið 1861 kom út þýðing Dasent’s á Njálu (The Story
-of Burnt Njal) í tveim snotrum bindum. Það mun óhætt
.að segja, að ekki hafi komið út nokkur islenzk saga á