Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 3
Jón Jónsson Aðils.
í bókmenntum hefir íslendingum löngum verið talið
til gildis ljóðagerð og sagnaritun. Er það og vafalaust,
að hvergi mun hafa verið orkt jafnmikið af kvæðum sem
á þessu landi að tiltölu við mannfjölda á öllum öldum.
Hitt er vafasamara, hve mikið af kveðskapnum þoli tím-
ans tönn. I sagnaritun vorri hinna síðari alda má segja,
að margt sé gert og ritað, sem lítilsvert er og falla muni
fyrir tímans dómi. Það er sönnu næst, að síðari alda
sagnaritara vora hafi mjög skort dómgreind til meðferðar
sögu og söguheimilda, og þó vart framar en gerist um
átlenda sögumenn samtímis, því að yfirleitt má segja, að
sagnaritun sé heldur i niðurlægingu alstaðar í Norðurálfu
fram um 1800, að fám einum höfundum fráskildum.
Þetta er þó ekki svo að skilja, að sagnritun vor á 17. og
18. öld sé einkisverð. Annálum og öðrum fróðleikstíningi
þeirra alda eigum vér að þakka fræðslu um margt, sem
ella mundi gleymsku hulið. En sagnfræði er ekki ein-
göngu fróðleikssamtiningur; viðfangsefnið er eigi síður
rannsókn á tildrögum og innra sambandi atburða, sem
Há er sagt. Til þess að greiða úr þessum efnum þurfa
söguritarar öðru fremur að beita dómgreind og skilningi.
Sá maður, sem hér verður nú nokkuð frá sagt, er
einn fárra íslendinga, sem tarnið hafa sér sagnaritun með
þeim hætti, sem kröfur síðari tíma hafa sett. Hann er
°S sá höfundur, að ætla má, að sum rit hans í þessari
§rein munu lengi varðveitast. Er það að beiðni ritstjóra
Skírnis, að eg hefi samið grein þessa, og er mér þó ljúft
minnast þessa manns fyrir margra hluta sakir. Jón
15