Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 6

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 6
228 Jón Jónsson Aðils. [Skírnir að Grilsbakka gekk Jón undir inntökupróf til 1. bekkjar lærða skólans, og stóðst það vel; var hann þá rúmra 14 ára að aldri. Settist haun síðan í 1. bekk haustið 1883 og sat í skólanum fjóra vetur, en var síðan sagður úr skóla (í maímánuði 1887) og las eftir það utanskóla, en tók stúdentspróf í júnímánuði 1889 með annarri einkunn (71 stigi). Meðan Jón var í latínuskólanum, gekk honum námið í meðallagi; mun hann ekki hafa lagt mikla rækt við námsgreinirnar, en þess meir fór hann sinna ferða; las hann ýmis önnur fræði af kappi og tíndi saman og skrifaði upp ýmsan fróðleik; kom skjótt með þessu í ljós tilhneiging hans. Ekki hafði hann þó þá neitt öðru framar lagt sig eftir sagnfræði, en þókt hafði hann i efni- legra lagi i úrlausn ritgerðarefna. Það mun og hafa glapið Jón nokkuð frá námi, að hann gerðist snemma söngmaður ágætur, svo að til dæma er jafnað. Segja svo frá þeir menn, er honum voru þá samtímis í latinuskólanum og síðar í háskólanum í Kaupmannahöfn, að hann og síra Geir vígslubyskup Sæmundsson á Akureyri hafi þá verið mestir söngmenn af íslenzkum námsmörmum, og mjög áhöld um báða, hvor betur syngi. Telja þeir hinir sömu, að Jón myndi hafa getað orðið söngmaður í fremstu röð að útlendum mælikvarða, ef hann hefði lagt rækt við rödd sína og numið söng hjá góðum söngkennurum.- En Jón skeytti eugu um söngnám, og hélt þó rödd sinni all- lengi, 8vo að enn nálægt aldamótum söng hann á sam- söngvum hér í Reykjavík við alraannalof. En fyrir sakir þessarar íþróttar, hins og annars, að hann þókti lipur- menni hið mesta og skemmtinn í viðræðum, sóktust félagar hans eftir að hafa hann hvarvetna þar sem mannfagn- aður var eða annar gleðskapur; dró þetta því allt huga hans frá skólanáminu, enda hann sjálfur gleðimaður. En í engu brast hann gáfur til þess að nema það, er hann vildi. Haustið 1889 sigldi Jón til Kaupmannahafnar til há- skólanáms. Hugðist hann í fyrstu að nema læknisfræði. Minnir mig, að hann hafi sjálfur sagt, að þetta, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.