Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 34
256 Kínverjinn. [Skírnir arinnar, sera getur um þennan íslending. Eg er viss ura að þýðingin verður nákvæm, því að bróðir minn er há- lærður maður, og stundaði lengi nám við einn frægasta háskóla Bandaríkjanna. En nú sem stendur er hann í þjónustu kínverska sendiherrans í Washington. Eg ætla að skrifa honum og biðja hann að þýða kaflann á ensku og senda mér þýðinguna hið bráðasta. Það er ekki langt mál«. »Eg þakka þér fyrir«, sagði eg. »Eg er viss um, að eg mun hafa gaman af að sjá, hvað langafi þinn hefir ritað um Islending«. Eg var alt af að fá meira og meira álit á Sell Lung. Og mér þótti hann aldrei tefja nógu lengi hjá mér. Hann hafði ávalt á reiðum höndum einhvern fróðleik, eitthvert spakmæli, einhverja hugvekju, sem kom mér til að skoða ýms málefni frá öðrum hliðum en eg hafði áður gjört. Og eg sannfærðist alt af betur og betur um það, að þessi austræni einkennilegi, væskilslegi guli maður væri í raun og veru mesti spekingur, vel upplýstur og hreinhjartaður. Rúmum mánuði eftir að Sell Lung hafði sagt mér um íslendinginn, er bjargað hafði lífi langafa hans, kom þýð* ingin af dagdókar-kaflanum. Og lét Sell Lung ekki lengi bíða, koma með hana til mín. »Rérna er þýðingin af dagbókar-kaflanum, sem eg gat um við þig«, sagði hann blátt áfram og rétti mér fá- ein blöð. »Þú átt að eiga þessi blöð. Og þýddu kaflann á móðurmál þitt, ef þú trúir því að langafi minn hafi sagt satt um þenna Islending, sem hann minnist á. Hver veit, nema að Islendingurinn hafi líka ritað eitthvað um lang- afa minn í dagbók sína, og að sú dagbók sé enn til norð- ur á íslandi. Hver getur sagt um það?« Eg tók við blöðunum með mestu ánægju og þakkaði Kínverjanum innilega fyrir gjöfina. Sýndist mér ofurlítill gleðibjarmi breiðast yfir andlit hans, er eg tók við blöð- unum, eins og eg hefði gert honum einhvern stóran greiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.