Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 34

Skírnir - 01.12.1920, Side 34
256 Kínverjinn. [Skírnir arinnar, sera getur um þennan íslending. Eg er viss ura að þýðingin verður nákvæm, því að bróðir minn er há- lærður maður, og stundaði lengi nám við einn frægasta háskóla Bandaríkjanna. En nú sem stendur er hann í þjónustu kínverska sendiherrans í Washington. Eg ætla að skrifa honum og biðja hann að þýða kaflann á ensku og senda mér þýðinguna hið bráðasta. Það er ekki langt mál«. »Eg þakka þér fyrir«, sagði eg. »Eg er viss um, að eg mun hafa gaman af að sjá, hvað langafi þinn hefir ritað um Islending«. Eg var alt af að fá meira og meira álit á Sell Lung. Og mér þótti hann aldrei tefja nógu lengi hjá mér. Hann hafði ávalt á reiðum höndum einhvern fróðleik, eitthvert spakmæli, einhverja hugvekju, sem kom mér til að skoða ýms málefni frá öðrum hliðum en eg hafði áður gjört. Og eg sannfærðist alt af betur og betur um það, að þessi austræni einkennilegi, væskilslegi guli maður væri í raun og veru mesti spekingur, vel upplýstur og hreinhjartaður. Rúmum mánuði eftir að Sell Lung hafði sagt mér um íslendinginn, er bjargað hafði lífi langafa hans, kom þýð* ingin af dagdókar-kaflanum. Og lét Sell Lung ekki lengi bíða, koma með hana til mín. »Rérna er þýðingin af dagbókar-kaflanum, sem eg gat um við þig«, sagði hann blátt áfram og rétti mér fá- ein blöð. »Þú átt að eiga þessi blöð. Og þýddu kaflann á móðurmál þitt, ef þú trúir því að langafi minn hafi sagt satt um þenna Islending, sem hann minnist á. Hver veit, nema að Islendingurinn hafi líka ritað eitthvað um lang- afa minn í dagbók sína, og að sú dagbók sé enn til norð- ur á íslandi. Hver getur sagt um það?« Eg tók við blöðunum með mestu ánægju og þakkaði Kínverjanum innilega fyrir gjöfina. Sýndist mér ofurlítill gleðibjarmi breiðast yfir andlit hans, er eg tók við blöð- unum, eins og eg hefði gert honum einhvern stóran greiða.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.