Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 33
Skírnir]
Kínverjinn.
255-
veit, að þar eru góð fiskimið, og að fólkið, sem þar býr,
er af norrænu kyni, og að það á sögu, Þetta lærði eg í
skóla, En eina sögu kann eg um Islending, og þá sögu
las eg í dagbók, sem langafi minn skrifaði fyrir meir en
bundrað árum«.
»Er það mögulegt, að þú kunnir sögu um íslending?«
sagði eg. »Eg hélt, satt að segja, að þú hefðir aldrei heyrt
Islendinga getið«.
»En svona er það nú samt«, sagði Sell Lung. »Lang-
afi minn kyntist Islending, þegar hann var á Indlandi«.
»Kyntist hann Islending á Indlandi?«
»Já, hann kyntist íslending á Indlandic.
»Þetta er einhver vitleysac, sagði eg. »Það er víst
mjög sjaldgæft, að íslendingar hafi komið til Indlands*.
Og þó er þetta satt. — Þegar langafi minn var á
Indlandi, þá bjargaði íslendingur lifi hans. — Og langafi
niinn var mandarín«.
»Hvað hét þessi íslendingur?« spurði eg og bjóst við
að heyra eitthvert ókent nafn.
»Eg skal segja þér, hvað íslendingurinn hét, því að
nafn hans er gott að nefna, og enginn af ættmönnum
niínum mun gleyma því. — Þessi íslendingur, sem var
lífgjafi langafa míns (og allra hans niðja), hét Vi-da-lin.c
Eg horfði fullur undrunar á Kínverjann. En á and-
liti hans var að eins bláköld alvara.
»Ertu viss um að þú munir rétt?« sagði eg.
»Já, eg man það vel. En er ekki nafnið íslenzkt?c
»Jú, það er að visu íslenzkt en þó fremur fágætt. Eg
veit til þess, að tveir íslenzkir biskupar og einn lögmað-
ur hafa heitið því nafni«.
»En þessi íslendingur, sem bjargaði lífi langafa míns,
var hvorki biskup né lögfræðingur. Hann var einungis
óbreyttur háseti á dönsku kaupskipi, jötunn að afli, hug-
Prúður maður og drenglundaður«.
»Láttu mig heyra sögunac, sagði eg.
»Eg skal gjöra nokkuð«, sagði Sell Lung; »eg skal
biðja bróður minn að þýða á ensku þann kafla dagbók-