Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 60
282
■Ritfregnir
[Skirnir
má auövitað spreyta sig á að reyna að skyra anuað eins og þetta;
en það getur aldrei orðið annað en getgátur, og oft næsta ósenni-
legar, og svo er um þetta letur. Hjer er ekkert orð skiljanlegt
nema ik — ef það þá er ek. Eða Yi-spöngin: aaðagasu laasau-
winga, fullkomlega óskiljandi og óskilið. Mjer dylst það ekki, að
höf hefði ekki átt að taka neitt með af þessu, sem svo er óvíst,
t.d. letrin nr. 11, 19, 22, 27,32,35, 42, 48, 50, 55, 71, 80, 81, og
þar að auk óskiljanlega parta sumra letra, t. d. 34, 41, og einnig
hefðl mátt alveg sleppa Bleikingar-letrunum, Björketorp, Stentoften,
Gummarp (nr. 6, 28, 60), sem enginn hefur enn skýrt til neinnar
hlftar. Enn betur hefði mátt vinsa úr. Það sem hefði unnist við
það er, að bókin hefði orðið minni og ódýrari — hins vegar hefði
sjálf málfræðin orðið alveg eins fullkomin og ábyggileg fyrir því,
þótt öllu þessu óvÍ8sa og óskiljanlega hefði verið slept. Hefði höf.
svo látið prenta orðaruuuruar á sparnaðarlegri hátt, t. d. tvídálk-
aðar eða allra helst í fullum línum (sem vel hefði mátt vera, og
þó greinilegt), hefði mikið rúm sparast, bókiu orðið öll minni og
Ódýrari, bæði að prenta og kaupa.
Skipun efnisins er góð og gerð eftir góðum fyrirmyndum, enda
er formið á þesskonar bókum nú ætíð hið sama. En höf. á lof
skilið fyrir hina glöggu röð og alt skipulagið.
í »innganginum« er gefið hið vaualega yfirlit yfir skiftingu
hinna indóevrópsku mála, og er ekkert við það að athuga. En kyn-
legt þykir mjer það, að höf. segir afdráttarlaust (2. bls.) sennilegt,
að í>frumheimkynni« Indógermana hafi verið ekki lángt frá Baby-
loníu; það munu þó lángflestir helstu fræðimenn ætla nú, að frum-
heimkynnisins sje helst að leita í sauðaustur-Evrópu. Ástæðan, sem
höf. tilgreinir, er lítilsvirði. — Jeg skal ekki deila um aldur elstu
letranua (5. bls.), þar er svo mart óvíst eun. — I kaflanum um
rúuastafrófið (6. gr. o. s. frv.) fylgir höf. ýmsum um uppruna hinna
einstóku rúna. Þetta er nú á dögum mikið deiluefni. Wiromer
leiddi þær af latfnska letrinu yngra (höf. nefnir letur Norður-
Etruska á 2 stöðum 'eða svo; jeg skil það ekki vel); v. Fríesen
viidi leiða þær af grískum letrum. Bugge fór bil beggja, og höf.
fylgir honum helst, Jeg fer ekki frekar út í þetta, en segi aðeins,
sem jeg áður hef sagt, að lángeðlilegast er, að leiða sem flestar
rúnir eða allar, annaðhvort af því gríska eingöngu (en það er nu
ómögulegt, sem allir játa) eða af því latínska eingöngu, og það er
mögulegt; það hefur Wimmer sýnt — og því fylgi jeg. Að höf.
er ekki ætíð víbb, sýnir jafneinkennileg setniug sem þessi: >Run