Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 52

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 52
274 Lonrdes Skírnir kaþólska siði, var hér margt að athuga, því hvergi er Guðsmóðurdýrkunin svo heit sem hér. í staðinn fyrir að fara þaðan niður að hellinum, kaus eg að ganga fyrst upp fjallshlíðina og skoða þá eftirlikingu af Golgata, sem þar hefir verið gjörð. Tólf miklar standmyndir sýna atriði, er kaþólskir menn telja að komið hafi fyrir Krist á leið- inni til Golgata — en náttúran hjálpar til að gjöra jafn- vel píningarstaðinn aðlaðandi. Eg gat ekki stilt mig um að klifrast enn hærra upp eftir fjallinu, og þegar eg loks- ins heit og þreytt settist niður á hárri snös, þá fanst mér eg líta inn í eitthvert fyrirheitið land. Mikið skelfing gat útsýnið verið fallegt! Mennirnir hafa að sönnu i Lourdes reynt að bera guði vitni um trú á tilveru hans með stórkostlegum bygg- ingum, en guð sjálfur hefir gjört náttúruna þar svo fagra, að öll mannvirki hverfa sjónum. — Eg tók ekkert eftir hvað tímanum leið, og klukkan var nærri því 4 þegar eg var kominn ofan að kirkjunni aftur. Eg flýtti mér nú. að hellinum, og það var áhrifamikil sjón, sem bar fyrir augu mér. Massabieille-hellirinn er beint niður undir kirjunni. Á stalli til hægri handar stendur mynd af Maríu mey, og með gullnum stöfum stendur í kringum höfuð hennar: Je suis lTmmaculée Conception. Inni í hellinum er altari með mörgum ljósum og blómum, en á veggjun- um hanga ótal hækjur, sem læknaðir sjúklingar hafa hengt þar upp til sannindamerkis. Járngrindur eru fyrir framan hellinn, sem ekki eru opnaðar nema endrum og sinnum. Fyrir framan grjndurnar var prédikunarstóll og í honum ungur, belgískur prestur, sem í mjög svo hugðnæm- um orðum þakkaði guði fyrir, að hann hefði haldið hendi sinni yfir ættjörðu þeirra og leyft þeim að komast þang- að aftur. Pílagrímarnlr krupu niður alt í kringum migf og margan veikan og vanaðan sá eg meðal þeirra. Sálm- ar voru sungnir og að endingu þjóðsöngur Belga: La Bra- bangonne, og fanst mér þá raddirnar verða enn innilegri og mörg tár hrundu niður eftir kinnunum á þessu fólki, sem flest hafði verið flæmt úr landi burt og mist mest af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.