Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 12
234 “ Jón Jónsson Aðils. [Skírnir Loks sýnir þessi ritgerð, hvert tímabil í sögu landsins Jón þá þegar tekur að leggja ástfóstur við, en það er 18. öldin, þessi öld eymdar og sundrungar, þessi öld niður- dreps og kúgunar, sú öld þó, er islenzka þjóðin tekur að rumska nokkuð og kippa í hlekki fjötra þeirra, er hún hafði i hvilt um áratugi og aldir. Jón sýndi það enn betur í síðari ritum sínum, að 18. öldin var honum hið kærasta viðfangsefni. Næsta bók Jóns erSkúli landfógeti Magn- ú88on og ísland um hans daga. Kom hún út í Safni til sögu Islands 1896. Þetta rit ræðir um mesta framfaramann á Islandi á 18. öld og um helztu tilraunir, sem gerðar voru um hans daga til þess að reisa við efna- hag þjóðarinnar. Það, sem einkennir Skúla, er ekki lær- dómur, eins og svo tnarga samtímismenn hans, heldur at- hafnarfýst samfara þreki, þautseigju og kjarki. Hann •horfir fram, en ekki aftur. Hann hyggst að reisa þjóðina við með hagfelldara verzlunarfyrirkomuiagi og hagnýta betur en áður var gert afurðir landsins. Iðnaðarstofnanir Skúla skyldu vinna úr ullinni, i stað þess að áður hafði hún verið fiutt óunnin úr landi. Þær skyldu og bæta fiskveiðarnar og landbúnaðinn. Var Skúli í öllu slíku á undart sínum tíma. Er það skiljanlegt, að höfundurinn tók hann fyrstan 18. aldar manna að söguhetju í hið fyrsta höfuðrit sitt; svo var Skúli mikið mikilmenni og hlaut að vera glæsilegur í augum ungs rithöfundar. En þótt Skúli sé höfundinum hugþekkur, verður ekki annað sagt en að hann lýsi honum hlutdrægnislaust; höfundurinn reynir ekki til þess að levna ókostum Skúla, þrákelkni hanns og of- stopa, sem tíðum brauzt út, honum og málefnum þeim, er hann barðist fyrir, til mikils hnekkis. Ýmsir gallar voru þó á riti þessu, sem ekki er þörf að minnast á, með því að höfundurinn sneið þá flesta af í nýrri og aukinni útgáfu ritsins, er út kom í tveggja alda minning Skúla 1911. En við þessar rannsóknir sínar um Skúla og baráttu hans fyrir höfuðvelferðarmálum þjóðarinnar var Jón ikominn inn á þá braut, er verða skyldi höfuðlífstarf hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.