Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 36
258 Kinverjinn. [Skírnir var það þá, að mig brysti ekki minni! Og næsta dýr- mætt var mitt auma líf allan þann tíma, sem eg var á leiðinni frá Delhi til Pekin. Og vissulega er það undrun- arvert, að sonur himinsins (Kína-keisari) skyldi auðsýna mér, vesælum maðki jarðar, þá ódauðlegu sæmd, að velja mig til þess, að bera hið helga leyndarmál í mínu ófull- komna og veika minni, alla leið frá Indlandi til Kína. En þetta hið helga leyndarmál mátti enginn færa í letur. Enginn mátti geyma það, nema höfuðprestar Búddha- musteranna í Delhi, Madras og Pekin. Enginn mátti flytja það á milli musteranna, nema sá, er ekki skildi hina ann- arlegu tungu, sem það var á. Þá tungu talar enginn nú á dögum, nema örfáar þúsundir hvítra manna lengst norður í Evrópu. —---------Eg lagði af stað frá Delhi með nýju tungli, hafði stuttar dagleiðir. og komst heilu, og höldnu til sjávar. I Gangesár-ósum beið skip það, sem hafði flutt mig yflr Bengal-flóa. Átti það að flytja mig til baka yfir flóann og suður með landi til Síam. — Kvöldið áður en eg ætlaði að stíga á skipsfjöl, sagði eg þjónum mínum að þeir mættu skemta sér, eins og þeim bezt likaði, alt til miðnættis, og tóku þeir því með fögnuði. En eg gekk einn míns liðs eftir fljótsbakkanum mér til gamans, og hafði yfir í huganum hið helga leyndarmál. Þegar eg gekk fram hjá lundi einum fögrum, sem stóð nærri fljót- inu og all-fjarri húsum, vissi eg ekki fyr til, en á mig var ráðist af tveimur grímuklæddum illræðismönnurn. Þeir bundu hendur mínar á bak aftur, tróðu gömlum vefj- arhetti upp í munninn á mér, tóku alt sem eg hafði fé- mætt á mér, festu stein við fætur mína, settu mig siðan í poka og bundu fyrir ofan. Því næst báru þeir mig fram á blá bakkann og ætluðu að fleygja mér í fljótið. Hugs- aði eg þá, að úti væri um mig með öllu, og þótti mér sú hugsun svo hræðileg, að það steinleið yfir mig. — Þegar eg raknaði við aftur, var eg kominn úr pokanum, búið að leysa'hendur mínar og fætur og taka vefjarhöttinn út úr munninum á mér. Illræðismennirnir lágu bundnir skamt frá, og stundu þeir þungan. En uppi yfir mér stóð hvít-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.