Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 22
244 Jón Jónsson Aðils. [Skírnir sem út kom 1915. Er það kennslubók, einkum ætluð æðri skólum. Er það talin þörf bók, eftir því sem á stóð, og vel samin. En með því að hér er að eins um skólabók að ræða, segir það sig sjálft, að girt er fyrir sjálfstæðar rannsóknir höfundarins um söguleg efni. Af öðrum ritgerðum Jóns má nefna einkarskemmti- legar og fjörlega ritaðar greinir eftir hann um H a f n a r- líf, sem út komu í Eimreiðinni 1895—1897, um iðnaðartilraunir á Islandi á 18. öld (í sama riti 1895) og útdrætti úr bréfum Harboes byskups (í sama riti 1897). I S k í r n i hefir hann ritað tvær ritgerðir um Leo Tolstoy (1908 og 1911), ritgerð um Björnstjerne Björnson (1910), ritgerð um Pétur amtmann Hafstein (1912) og um Jón Borgfirðing (1913). Mikil hressing er og að því að lesa ævisögu Benedikts Gröndals eftir Jón (í minningarriti um Gröndal, er bann varð áttræður, 1906). Jón var maður nægjusamur og sparneytinn, en þótt svo væri, gerðist þó efnahagur hans smám saman óhæg- ur, sem von var, með því að hann hafði nálega engan styrk annarstaðar að við nám sitt og rannsóknir í Kaup- mannahöfn. En er hann var alkominn hingað til lands, var styrkur sá, sem þingið ætlaði honum, gersamlega ó- nógur til lífsframdráttar. Því var það, að honum var nauðsynlegt að afla sér meiri tekna til lífsviðurværis, ef ekki skyldi komast á vonarvöl. Árið 1906 andaðist Hall- grímur landsbókavörður Melsteð (8. septbr.); var Jóni þá þegar af stjórnarnefnd safnsins falin aðstoðarbókvarzla í Landsbókasafninu. Voru launin að vísu lág (1000 kr.), en þó bætti þetta nokkuð hag Jóns samhliða þingstyrk og ritstörfum. Þessu starfi sínu við Landsbókasafnið hélt Jón til 1911; var hann fyrst annar bókavörður og hafði umsjá með lestrarsalnum, en síðar (1908) fyrri bókavörð- ur (með 1500 kr. launurn) og hafði þá vörzlu á útláns- sal. Það er óhætt að segja, að vart gat natnara og hirðu- samara mann í bókavarðarstétt en Jón. Hjá honum var allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað; hélzt hér í hendur bæði samvizkusemi og áskapað þrifnaðareðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.