Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 46

Skírnir - 01.12.1920, Síða 46
268 Lourdes [Skírnir v e r k a - k 1 í n i k, ef eg mætti svo að orði komast. Verk- efni hennar er að skoða undir eins þá cjúklinga, sem fá bata í Lourdes, rannsaka skírteini þau, er þeir hafa með sér frá læknum, sem hafa stundað þá, og frá sóknarprest- unum sem þekkja lífsferil þeirra og ætt. Við þessa stofn- un eru fastir læknar, en a 11 i r 1 æ k n a r, frá hvaða landi sem er og hverrar trúar sem er, geta fengið aðgöngu að þessari klínik, og þannig sannfært sig sjálfir um, að hér 8é ekki um neinar blekkingar að ræða. A 20 árum hafa komið þangað 5000 læknar og þar af var eitt þúsundið erJendir menn. — Þegar annríkt er, kemur jafnvel fyrir, að yfirlæknirinn kveður aðkomulækna sér til hjálpar, og er þeirra dómur tekinn jafngildur hinna. Þó að um Lourdes megi nú að vísu með sanni segja, að margir séu kallaðir, en fáir útvaldir, þá hafa krafta- verkalækningarnar samt komist upp í 200 á einu ári, og eru það hinir margvíslegustu sjúkdómar, sem þar hafa verið læknaðir: holdsveiki, krabbamein, heilabólga, bein- brot o. s. frv. — Eg gríp niður í frásagnir um lækning- arnar af handahófi: Madame Rouchel er frá borginni Metz, hún var sterk- bygð og hafði aldrei kent sér neins meins þangað til i 890, en þá var hún fertug og lá á sæng eftir 4. barnið. Hún var ein í húsinu. Þá brauzt brjálaður maður inn til henn- ar, reif í sundur rúmtjöldin og dró upp hníf. Varð þá aumingja konan svo hrædd, að hún stökk upp úr rúminu og komst við illan leik og lítt klædd út úr húsinu. Við þetta misti hún heilsuna. Fyrst fékk hún augnveiki, en augnalæknirinn sagði henni, að hún gæti ekki fengið bót á því, af því að blóðið væri spilt. Það kom brátt í ljós að eitthvað var að henni, því hún fékk bólur um andlitið á hverjum mánuði, og svo ágerðist þetta og fór að grafa í öllu saman: nefinu, vörunum og munninum- Andlitið varð eitt einasta sár. Hún leitaði margra lækna, en að eins einum tókst að lina dálítið kvalir hennar, en læknað hana gat hann ekki, og fór sjálfur með hana til tveggja sérlækna (specialista), sem tóku úr henni allar

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.