Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 58

Skírnir - 01.12.1920, Page 58
280 Jón Arason og „landsrjettindin' [Skirnir landi, 5>þeirrar stórru tvídrœgni og óvilja, sem hjer hefur veriS nú í íslandi«. Skjalið er merkilegt, eD efalaust mjög hlutdrægt, þótt sumt megi vafalaust til aanus vegar færa. Þeir óska þess, að J>einn mann, sem trúr og forstandugur væri«, yrði sendur til landsins til þess að geta flutt konúngi fullan sannleik um fram- ferði manna, Múla sjer í lagi; hann er harðlega ásakaður. Og svo stendur berum orðum svo: »vier seigium ydur uppa okkar tru og æru ad biskupeun Jon okkar fader og vid vilium vera truer og holler þlenarar nadugasta herra kong Christians Fridrichssonar og hans unga syne [svo] Friderich styrckia til nádugs herra . . • og so vilium vier hallda chriatiliga tru og þad helga evangelium so sem það hefur alla vega i Islande predikat verid sijdan ad sá* nádugaste herra kongurinti þar af skrifade og skipade«. Það er ekki uppreistarandi mikill í þessum orðum og ekki eitt orð um lög og pólitísk rjettindi. Þeir vilja allir, biskup og syuir hans, fyrirvaralaust, vera »tiúlr og hollir þjenarar kóugsins«. En merkilegast er, að svo er að sjá sem þeir segist vilja hlíta kirkjuskipun konúngs. Það liggur nærri að álíta, að þetta muni ekki af heilu sagt, en eiuhvern tilgang hafa þeir bræður hlotið að hafa með þessu, hvort sem það er heilt eða oheilt sem þeir segja; en tilgángurinn getur ekki verið annar en sá að friðmælast við konúng, að fá hann sjer hlyntan — en þá getur heldnr ekki verið um neina uppreist móti honum að ræða. Eu svo heldur áfram með bæn um kóngsbrjef, um biskups- kjör, framið af öllu landsfólki, og í sambandi við þetta stendur: »og mættum með og eptir Norges lög ríki og rjetti haldnir verða«. Það er sama sem annars, ósk um að forn lög landsins sjeu ekki brotin, ekki síst í sambandi við kirkjustjórn. Þar með er lokið þeim skjölum, sem til greina geta komið. Það sera nú af þessu öllu verður ráðið, er, að Jón biskup og þeir feðgar hafa aldrei hugað á uppreist gegn kotiúngi, en ætíð viðurkent hann sem konúug íslands, reyndar af því að hauu var líka konúngur Noregs; sem Danakouúng viðurkentta þeir hann ekki konúng íslands (sbr. 5. grein í aakargiftum KrÍRtjáns). Bn þetta var ekki annað en það sem íslendingar gerðu yfir höfuð fyrr og síðar. Og það var ekki nema eðlilegt. Því er það og eiii8 eðlilegt, að þeir vitna í íslensk lög, er þeir krefja að sje farlð eftir, íslensk gildandi lög, en í þau vitna þeir einungis kirkjunnar vegna og kirkjusiða. Fyrir því er alveg rángt að telja Jón bÍBkup verjanda almennra þjóðrjettinda, og ;eg tel rángt að segja, eins og dr. Páll gerir (á 337. bls.)« ... þá má ekki gleymast, að þjóð- rjettindin gaf hann ekki upp eða vörn sína fyrir þeim og ekki beldur hjer. Þau voru honum helgust«. Nei, þau voru honum ekki helgust; það var kirkjan og trúin, sem honum var allrahelgast. Þjóðrjettindiu í eiginlegum, pólitískum skilningi hafði hann a 1 d r e i i hug. fremur en aðrir. Að nefna Jón biskup verjanda þeirra er því heimildarlaust og þar að auk ósamrímanlegt við anda og skilning þeirra tíma, er haun lifði a. Finnnr Jónsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.