Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 24

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 24
246 Jón Jónsson Aðils. [Skírnir er, og var Jón um hauatið skipaður dózent við háskólann i íslenzkri sagnfræði. Þar starfaði Jón síðan til dauðadags. Og er þar með komið að þriðja höfuðþættinum í líf- starfi Jóns, háskólafræðslu hans. Þeim, sem þetta ritar, er ekki vel kunnugt um starf- semi hans þar. En sá orðrómur lei.kur á, að mjög hafi menn þyrpzt að ræðustóli hans og þókt gott á hann að hlýða. Samkvæmt árbókum háskólans hefir Jón farið rneð fyrirlestrum yfir sögu íslands frá upphafi til vorra daga, fiutt fyrirlestra umsögu- og fornfræða- iðkanir íslendinga eftir siðskiptin, farið yfir verzlunarsögu íslands frá 1262 til 1787, flutt fyrirlestra um sögu íslenzku kirkjunnar fram að siðskiptunum, auk þess sem hann á fyrsta kennsluári sínu iýsti í fyrirlestrum f r u m a 1 d a- lífi Norðurlandabúa, víkingaferðum, upp- hafi siðmenningar á Norðurlöndum og sögu Haralds hárfagra. Laun Jóns voru í dó- zentsstöðu 2800 kr., og voru þau auðvitað allt of lág handa manni, sem hvorki vildi né gat vegna starfsemi sinnar og samvizkusemi aflað sér annarra tekna en þeirra, sem ritstörf hans gáfu af sér, en af þeim tekjum verða fáir feitir hér á landi Nokkur styrkur var honum að því, að alþingi veitti honum tvívegis fé til utanfarar í rann- sóknaskyni, árið 1914 1400 kr. og árið 1918 5000 kr. Myndi það sjálfsagt hafa mælzt vel fyrir, að Jón hefði verið skipaður prófessor fyrr eða staða hans í öndverðu verið prófessorsembætti með prófessorslaunum. En svo varð ekki, fyrr en á þingi 1919, og var þá embætti hans gert að fullkomnu prófessorsembætti og honum ætluð prófes- sorslaun og launabót, eins og hann hefði verið prófessor alla tíð, frá því að hann varð dózent. En þetta kom að litlu haldi. Jón var kjörinn rektor háskólans þann 17. júní þ. á., fyrir næsta háskólaár. í júlímánuði brá hann til utanfarar til þess að sækja norrænan sagnfræðinga- fund, er halda skyldi í Kristianíu. En honum var ekki afturkomu auðið úr þeirri för. Varð hann bráðkvaddur í Kaupmannahöfn 5. júlí þ. [á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.