Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 8

Skírnir - 01.12.1920, Page 8
230 Jón Jónsson Aðils. [Skírnir an sinna ferða, en eigi sem aðrir; hlýddi hann litt á fyrirlestra háskólakennaranna og sá eigi fram undan sér próf eða prófkröfur, enda tók hann aldrei embættispróf. En á bókasöfnum og skjalasöfnum sat hann öllum stund- um og kynnti sér þar heimildir til sögu íslands. Eru þær heimildir rniklar í Kaupmannahöfn, í safni Árna Magnús- sonar og bókhlöðu konungs. Einkum var Jón þó þaulsæt- inn í ríkisskjalasafni Dana, sem mjög hefir að geyma skjöl, sem varða sögu íslands á síðari öldum, bæði embættisbækur og skjöl og annað þvílíkt. Skyldi og eigi langt um líða, áður en frá hendi hans tækju að koma út rit sögulegs efnis. Nú er að geta þeirra tiiburða tveggja, sem ætla má, að hafi haft djúp áhrif á Jón og mótað lífstefnu hans eða lífskoðun. Fyrir ríkisskjalasafni Dana stóð um þessar mundir A. D. Jörgensen, talinn einn hinna merkustu sagnfræð- inga Dana. Hann var maður suðurjózkur að ætt, en er Suður-Jótland var numið frá Danmörku árið 1864, hugð- ist hann ekki getað unað í átthögum sínum undir erlendu valdi, og settist að í Kaupmannahöfn. Hann hefir ritað fjölda sögurita, þvi nær eingöngu lútandi að sögu Dana Hann var maður djúpsær, dómgreindin mikil og hug- myndagnóttin rík. Samfara þessum kostum var ritháttur hans bæði ljós og hugnæmur. Þegar Jón tók að kynnast ritum þessa manns, varð hann mjög hugfanginn af sögu- meðferð hans og framsetningu, og má að nokkuru leyti segja, að Jón hafi tekið hann til fyrirmyndar um hátt og framsetning söguefna. En er Jón tók að sitja við rann- sóknir í ríkisskjalasafnimi, veitti Jörgensen brátt athygli hinum unga prúða manni og iðju hans i safninu. Það má vel vera, að það hafi ekki spillt fyrir Jóni að hann var Islendingur og einstæðingur á útlendri grund; Jörgeusen hafði sjálfur átt að sumu leyti erfitt uppdráttar og suður- józkt blóð hans má vel hafa fundið eðlisskyldleika við blóð það, sem flaut í æðum hins unga Islendings. En hvernig sem þessu er farið, þá er það víst, að Jón komst

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.