Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 23
Skírnir] Jón Jónsson Aðils. 245 Lipurð hans við notendur safnsins og greiðleiki til leið- beininga var annálað, hvort tveggja. Þó var Jón ekki í eðli sínu hneigður til eiginlegrar bókfræði eða bókasafns- starfsemi; miklu fremur myndi hugur hans hafa staðið til skjalasafnsþjónustu. Nokkurn þátt tók Jón um eitt skeið í stjórnmálabar- áttu vorri. Á ungum aldri mun hann þó ekki hafa skipt sér af stjórnmálum. Og ekki mun hugur hans hafa orðið snortinn af stjórnmálaöldum þeim, er hæst gengu í Dan- mörku á háskólaárum hans og svo mjög rótuðu upp í huga ýmsra íslenzkra stúdenta þar þá sem kunnugt er. En eftir að Jón var hingað kominn heim aftur virðist hann bráðlega hafa tekið að sinna stjórnmálabaráttu vorri. Mun hann hafa talizt í flokki Landvarnarmanna um hríð eða Sjálfstæðismanna. En árið 1908, er fram var borið hið alkunna frumvarp um sambandið milli landanna Dan- merkur og íslands, skarst Jón úr leik og gekk yfir í flokk Heimastjórnarmanna og þeirra annarra, er fylgi vildu ljá frumvarpinu Ritaði Jón þá greinir og smárit- linga í þá átt að eggja menn til viðtöku og samþykktar frumvarpinu. Er óþarft að rifja þetta mál upp hér. Þá bauð og Jón sig fram til þingsetu í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, en náði ekki kosningu. En þessi afskipti Jóns af stjórnmálunum munu hafa valdið þvi, að hann var hafður í kjöri af hálfu Heimastjórnarmanna við þingkosn- ingar árið 1911 hér í Reykjavík. Hlaut hann kosning og átti sæti á alþingi á þingunum 1912 og 1913 sem annar þingmaður Reykjavíkur og var ritari í neðri deild bæði þingin. En það er hvort tveggja, að Jón mun ekki hafa kunnað við sig á þingbekkjunum, enda var hann mjög afskiptalítill og, að því er virðist, atkvæðalítill þingmaður. Eftir þetta hugði Jón og ekki til þingsetu framar og dró s*g út úr stjórnmálavafstrinu, en fylgdist þó jafnan vel nieð í þjóðmálum. Árið 1911 fór Jón frá Landsbókasafninu. Hafði þá um vorið verið stofnaður háskóli íslands, sem kunnugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.