Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 52

Skírnir - 01.12.1920, Page 52
274 Lonrdes Skírnir kaþólska siði, var hér margt að athuga, því hvergi er Guðsmóðurdýrkunin svo heit sem hér. í staðinn fyrir að fara þaðan niður að hellinum, kaus eg að ganga fyrst upp fjallshlíðina og skoða þá eftirlikingu af Golgata, sem þar hefir verið gjörð. Tólf miklar standmyndir sýna atriði, er kaþólskir menn telja að komið hafi fyrir Krist á leið- inni til Golgata — en náttúran hjálpar til að gjöra jafn- vel píningarstaðinn aðlaðandi. Eg gat ekki stilt mig um að klifrast enn hærra upp eftir fjallinu, og þegar eg loks- ins heit og þreytt settist niður á hárri snös, þá fanst mér eg líta inn í eitthvert fyrirheitið land. Mikið skelfing gat útsýnið verið fallegt! Mennirnir hafa að sönnu i Lourdes reynt að bera guði vitni um trú á tilveru hans með stórkostlegum bygg- ingum, en guð sjálfur hefir gjört náttúruna þar svo fagra, að öll mannvirki hverfa sjónum. — Eg tók ekkert eftir hvað tímanum leið, og klukkan var nærri því 4 þegar eg var kominn ofan að kirkjunni aftur. Eg flýtti mér nú. að hellinum, og það var áhrifamikil sjón, sem bar fyrir augu mér. Massabieille-hellirinn er beint niður undir kirjunni. Á stalli til hægri handar stendur mynd af Maríu mey, og með gullnum stöfum stendur í kringum höfuð hennar: Je suis lTmmaculée Conception. Inni í hellinum er altari með mörgum ljósum og blómum, en á veggjun- um hanga ótal hækjur, sem læknaðir sjúklingar hafa hengt þar upp til sannindamerkis. Járngrindur eru fyrir framan hellinn, sem ekki eru opnaðar nema endrum og sinnum. Fyrir framan grjndurnar var prédikunarstóll og í honum ungur, belgískur prestur, sem í mjög svo hugðnæm- um orðum þakkaði guði fyrir, að hann hefði haldið hendi sinni yfir ættjörðu þeirra og leyft þeim að komast þang- að aftur. Pílagrímarnlr krupu niður alt í kringum migf og margan veikan og vanaðan sá eg meðal þeirra. Sálm- ar voru sungnir og að endingu þjóðsöngur Belga: La Bra- bangonne, og fanst mér þá raddirnar verða enn innilegri og mörg tár hrundu niður eftir kinnunum á þessu fólki, sem flest hafði verið flæmt úr landi burt og mist mest af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.