Skírnir - 01.01.1939, Page 8
Guðmundur Gfs/ason Hagalin
Einar Hjörleifsson Kvaran
í.
Einar Hjörleifsson Kvaran var ritstjóri Skírnis árin
1908—1909. Fyrir það eitt væri sjálfsagt að Skírnir minnt-
ist hans nokkuð. En þótt þessu hefði ekki verið til að
dreifa, þá hefði tímarit hins íslenzka bókmenntafélags vart
getað látið sér sæma að minnast ekki að neinu Einars
Kvarans, þar sem hann var um langt árabil höfuðsagna-
skáld þjóðarinnar og einhver hinn áhrifamesti sinnar sam-
tíðarmanna um andlegt líf hennar.
Rithöfundarstarfsemi Einars Kvarans var svo margþætt,
að mikið verk er að gera henni sæmileg skil. Hann var
mJög afkastamikið sagnaskáld eftir íslenzkum mælikvarða,
orti ljóð, samdi leikrit, skrifaði fjöldann allan af greinum
i blöð og tímarit og samdi heilar bækur um ný viðhorf í
andlegum málum. Höfundi þessarar greinar var það þegar
t.ióst, að honum mundi vænst, að taka ekki til meðferðar
heildarverk Kvarans, heldur takmarka sig við þann þátt-
Jnn í rithöfundarstarfsemi hans, sem speglar ljósast hvort-
tyeggja í senn, list hans og lífsviðhorf. Sá þáttur er skáld-
sogurnar, og mun hér nú reynt að gera nokkra grein fyrir
hví, hver lífsviðhorf skáldsins voru og hvernig þau hafa
þróazt, og ennfremur skal svo vikið nokkuð að list hans.
Æfiatriða skáldsins verður hér ekki getið, en bent skal
a hina ýtarlegu ritgerð prófessors dr. phil. Stefáns Ein-
e>rsson,'r um það efni. Ritgerðin birtist fyrir skemmstu í
tímaritinu Eimreiðinni.
2.
Regar athuga skal skáldrit einhvers höfundar, þá er
mjög fróðlegt að gera sér nokkra grein fyrir því, hvernig