Skírnir - 01.01.1939, Page 9
6
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
menningarleg viðhorf þjóðar hans voru, þegar hann var að
alast upp og mótast. Ekki er þetta sízt fróðlegt, þegar í
hlut á höfundur eins og Einar Kvaran, þar sem trúarleg
og siðferðileg mál hafa verið aðalviðfangsefni hans sem
sagnaskálds.
Einar Kvaran hefir skhifað mjög stutta sögu, sem
heitir Fyrirgefning. Hún kom fyrst út í tímariti, var síð-
an prentuð í Smælingjum og loks í Stuttum sögum, sem
út voru gefnar árið 1924. Þessi litla saga er fyrir ýmsra
hluta sakir merkileg. Hún er fyrst og fremst mjög vel
gerð, en hún er einnig sérstaklega eftirtektarverð fyrir
þær sakir, hve ljóslega kemur þar fram ýmislegt það úr
hugsunarhætti og menningarástandi þjóðarinnar, sem
hefir haft djúptæk áhrif á skáldið á uppvaxtarárunum og
ráðið miklu um hin síðari viðhorf hans og viðfangsefni.
Hér skal því gerð allýtarleg grein fyrir þessu sögukorni.
Lítil stúlka, sem var kölluð Sigga, lá vakandi í rúmi
sínu. Húsmóðir hennar, sem hafði verið mjög hörð við
hana, var dáin. Sigga hafði brúðuna sína hjá sér, því
henni hafði oft gefizt það vel. Hún hafði frekar sofnað,
þó að illa lægi á henni, þegar hún hafði haft brúðuna í
faðminum ... En nú getur Sigga alls ekki sofnað, þrátt
fyrir návist brúðunnar. Hún var að hugsa um hina látnu
húsmóður sína, hana Ólöfu gömlu:
„... Hún Ólöf hafði verið svo vond, svo fjarskalega
vond. Sigga litla sá, að það gat ekki annað verið, en að
hún færi í vonda, staðinrí'.1)
Sigga litla hélt þetta af því, að Ólöf hafði sagt henni,
að ef hún talaði eða gerði eitthvað Ijótt, þá færi hún til
helvítis, þegar hún væri dáin, og Ólöf sjálf hafði hvorki
sparað ill orð né gerðir. Sigga litla hafði heyrt, að Jesús
Kristur hefði sagt, að það sem mennirnir gerðu einum
af hinum minnstu bræðrum, það gerðu þeir honum sjálf-
um. Og þó að Sigga væri ekki bróðir Jesú Krists, þá var
1) Allar leturbreytingar eru eftir höfund greinarinnar, nema
annars sé getið. G. G. H.