Skírnir - 01.01.1939, Side 10
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
1
hún þó alltaf systir hans, og sízt gat þaS verið betra að
berja litlar stúlkur en litla drengi — svona líka óskaplega
eins og hún Ólöf hafði barið hana. Ólöf hafði einnig stigið
ofan á fótinn á henni, og allt var þetta að ástæðulausu,
að Siggu litlu fannst. Og Sigga var hörð og stælt „eins
og gömul syndarasál“. Hvernig hafði ekki Ólöf gamla
tekið á móti henni, þegar hún, einstæðingurinn, sveitar-
barnið, kom á heimilið:
„— Þú verður flengd, kindin, ef þú verður með nokkra
óþekkt hér ... Og Sigga leit útundan sér á hendurnw á
heríni — stórar, blárauðar, hnúamiklar krumlur — og
henni fannst, að Ólöf mundi aldrei nota þær til neins ann-
ars en að flengja með þeim lítil börn. Ofthafði hana dreymt
þessar blárauðu hendur, að þær kæmu inn um vegginn
hjá rúminu og ætluðu að fletta ofan af henni fötunum til
að flengja hana ... Bezt var, þegar hún var send eitt-
hvað út úr bænum og hendurnw voru einhversstaðar inni
í baðstofu eða búri — ágætt að láta senda sig eftir vatni
-— ef hún bara hefði svo ekki verið flengd fyrir að verða
blaut ...“.
Ólöf hafði svo sem ekki gert það endasleppt við hana
Siggu litlu. Kvöldið áður en gamla konan dó, hafði hún
komið og hvíslað að telpunni:
„— Ég ætla að flengja þig á morgun, kindin, fyrir að
svíkjast um og láta ærnar fara í túnið. Ég ætla að flengja
t»ig dálítið fastara en ég er vön. Þú getur nú hugsað um
Það í kvöld í rúminu og líka á morgun, meðan þú ert að
klæSa þig, hvernig það muni vera, að vera flengd fastara
en ég er vön að flengja þig“.
En það varð aldrei neitt af þessari föstu flengingu.
Um morguinn var Ólöf dáin. Gunna sagði Siggu litlu, að
gamla konan væri komin til guðs, og Gunna tók telpuna
ftieð sér og sýndi henni líkið.
„Hendurnar voru undir brekaninu. Það var gott, að
hún Gunna fletti ekki ofan af þeim“.
Sigga litla sagði, þegar hún sá bók ofan á brjóstinu á