Skírnir - 01.01.1939, Síða 14
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
11
Hin íslenzka þjóð hefir öldum saman búið við fásinni,
myrkur og hina mestu erfiðleika. Um og eftir aldamótin
síðustu fór fyrir alvöru að liðkast um, möguleikarnir til
lífsins fóru að verða margbreyttari og fólk gat um frjáls-
ara höfuð strokið. Það hefir síðan flúið fásinnið og myrkr-
ið og sprengt af sér hinn þrönga stakk fornra lifnaðar-
hátta, og svo hefir reik og rótleysi orðið alláberandi ein-
kenni í þjóðlífinu. Margar vonir hafa brugðizt um glæsi-
lega sigra og gæðakjör, en það er eins og mörgu af fólkinu
sé í blóð borinn óttinn við það, sem hepti og þjakaði, og
er líkt og ýmsir geti alls ekki séð neina gróðrar- eða gæða-
von á þeim stöðum* þar sem þjóðin barðist og þrátt fyrir
allt hélt þó velli á hinum erfiðustu tímum.
Á andlega sviðinu hefir einnig orðið mikil upplausn.
Fjöldi manna hefir virt að vettugi gamlar og marginn-
rættar siðakenningar og trúarsetningar. Margur hefir látið
borginmannlega og helzt ekki viljað viðurkenna nein bind-
andi sannindi, aðrir hafa höndlað eitthvað það, sem þeir
hafa talið sér sóma að sem frjálslyndum mönnum, en
stundum lagt þar óvitandi á sig nýja kreddufjötra. En
yfirleitt er hægt að segja, að fjöldi manna hafi fundið sig
kjörinn til að leysa hin gömlu bönd, en aftur á móti fáir
með fullri alvöru og festu reynt að finna leysingjunum
skilyrði til ábyrgrar lífsskoðunar og til lífsjafnvægis.
Ekki aðeins sagan fyrirgefning, heldur svo að segja öll
skáldrit Einars Kvarans og mestur hlutinn af öllu; því
merkasta, sem hann skrifaði auk þeirra, stendur í nánu
sambandi við þær skoðanir, sem ríktu í trúmálum, sið-
ferðismálum og uppeldismálum á uppvaxtarárum hans, og
það ástand, sem þær höfðu skapað hjá miklum hluta þjóð-
arinnar. Sektartilfinningin og vanmáttakenndin annars-
vegar og hræsnin, hjátrúin, harðýðgin og sadisminn hins-
vegar hafa haft geysisterk og örlagaþrungin áhrif á hinn
viðkvæma hug skáldsins í æsku. Einar Kvaran tók síðan
ríkulegan þátt í því að leysa fjötrana af þjóðinni, en hann
hafði til að bera svo sterka ábyrgðartilfinningu, að hon-
um fannst hann verða að leita þeim lækningar, sem særzt