Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 16
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
13
mál hans er mjög hreint og setninga- og hugsanasambönd
óaðfinnanlega rökrétt. Þá munu menn yfirleitt hafa tekið
eftir því, að viss, alveg sérstæð einkenni koma fram í stíl
Kvarans. Eitt af þeim er endurtekning vissra orða eða
orðasambanda í setningu eftir setningu, og verða áhrifin
þannig, að það, sem á sérstaklega að koma fram, eins og
hamrast inn í vitund lesandans í hljóðfalli málsins. Þá er
það, að Einar gerði mjög mikið að því að tengja saman
orð, setningar eða málsgreinir með og, þar sem flestir
mundu setja kommu eða þá punkt og láta hina nýju máls-
grein byrja án samtengingar. Við þetta skapast einkenni-
legur hraði í stílinn. Það verður stundum eins og lesand-
inn sjái hjól snúast í sífellu, unz hann vart geti fylgt því
með augunum. Hið þriðja mjög áberandi einkenni er úr-
dráttarsemin. Og hún, eins og raunar öll þessi sérkenni,
verður tíðari og tíðari, eftir því sem lengra líður. Kvaran
segir gjarnan noklmð lítið eða nolckuð mikið, þegar hann
meinar mjög lítið eða ákaflega mikið. Hann segir oft
óneitanlega, en það orð virðist allhikkennt og varfærnis-
legt, þó að það hinsvegar við nánari athugun taki af öll
tvímæli og sé jafngilt áreiðanlegt.
Sjálfsagt hefir Einar Kvaran tekið eftir þeim algildu
sannindum, að fullyrðingar, yfirleitt mjög bein framsetn-
ing og orðalag, stæla oft huga lesandans eða áheyrandans
til andmæla — jafnvel gegn því, sem er með öllu sannað.
Hann hefir því fundið, að úrdrægnin væri sterkara stíl-
vopn til stuðnings því, er hann vildi segja, ef henni væri
laglega beitt, heldur en hinar ákveðnu og afdráttarlausu
fullyrðingar. Og Einar kunni að beita þessu vopni af hinni
mestu fimi. Sá, er les blaðagreinar hans eða erindi, þarf
sannarlega að brynja sig með andúð og tortryggni, ef hann
á ekki að hrífast með, minnsta kosti í bili. Það má segja,
að svo hóglátur sem Einar Kvaran var í sinni málafærslu,
þá hafi hann beitt hæglætis ofríki. En stundum kom það
fyrir á seinni árum, að úrdrægnin frekar spillti en bætti
í skáldsögum hans. Hún varð til þess að draga úr senni-