Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 17
14
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
leik persónanna. Alþýðumenn, hrjúfir og-, lítt fágaðir, tala
ekki með úrdráttarsemi og varfærni Einars Kvarans.
Þó að stílbrögð Einars Kvarans hafi verið honum sjálf-
ráð, svo íhugull sem hann var og kunnandi listamaður, þá
hafa þau þó auðvitað verið samræm eðli hans og hæfi-
leikum. Hver sá, sem hefir hlustað á hann halda fyrir-
lestur eða kynnzt honum persónulega, veit það, t. d., að
varfærnin var honum í blóð runnin. Framkoma hans öll,
hreyfingar, tillitið, hljóðfall raddarinnar, bar þess greini-
legan vott. En ef til vill hefir þessi varfærni verið að
meira eða minna leyti sprottin af þeirri þvingun, sem um-
burðarleysi, fáfræði og þröngsýni fólks, er hann kynntist
á æskuárunum, hefir verið hans efagjarna, áhrifanæma og
íhugandi eðli. Það verður sjaldan að fullþroskuðum ávexti
í sál mannsins, sem ekki var lögð rækt við í bernsku.
I sögunni Sveinn káti ber mjög lítið á hinum síðar svo
sérstæðu stíleinkennum Einars Kvarans. Málið er meira að
segja nokkuð öðruvísi og með öðrum blæ en á hinum síð-
ari sögum hans. Alþýðumaðurinn Sveinn káti leikur sér
þar á köflum frí og frjáls. Hann talar um að „splundra og
spólera“, og segir meðal annars:
„Og svo fór ég nú, eins og þú getur skilið — það er að
segja, þú skilur ekkert, þú ert svo ungur og einfaldur —
að fjargviðrast utart um hana, og hætti alveg að glánast
við hinar vinnukonurnar".
Þetta er mjög alþýðlegt, en þó sérstætt málfar, málfar,
sem annars ber yfirleitt frekar lítið á hjá Einari Kvaran,
en er samt tilvalið til að gefa persónunum sérkennileik
og líf.
Þá kemur fram í sögunni meira af léttri gamansemi en
tíðast er í sögum Kvarans, — en loks er þá að minnast á
það, sem í sögunni er vikið að trúmálum og vandamálum
tilverunnar.
í inngangi sögunnar er minnzt á niðursetukarl, sem
var mjög guðhræddur og lítillátur. Hann þáði skófirnar
úr grasagrautarpottinum með sömu hógværð eins og mjólk-
urgraut og hangiket, og á banastundinni kvaldist hann